Eimreiðin - 01.01.1921, Page 91
EIMREIÐIN]
UPP TIL FJALLA.
91
Við Arnarvatn var löngum hæli þeirra mauna, er útlagar
voru, því gott er þar til matfanga, bæði silnngur og fugl.
Þar var Grettir og eru þar örnefni við hann kend, og sagt
er að til skams tíma hafi sést fyrir skálarúst hans. Lík-
legt er að á höfða þeim, er Grettishöfði heitir, hafi það
verið er Hallmundur barðist ósýnilegur að baki Gretti og
vo tólf menn af Þóri úr Garði meðan Grettir vo sex.
Þess getur og Gísli Konráðsson að þangað hafi Fjalla-
Fyvindur og Halla flækst, er Snorri prestur hrakti þau
úr Þjófakrók undir Geitlandsjökli. Ekki munu þau hafa
verið lengi hjá Arnarvatni, enda var leið þessi yfir heið-
arnar allfjölfarin í þá daga; svo eru og vegamót þar,
liggur annar norður Stórasand (að fara »Sand«) en hinn
Grímstunguheiði.
Arnarvatn er allstórt, um lxh km. á lengd, frá austri
til vesturs, 3V2 á breidd og 565 m. hátt yfir sjó. Það er
mjóst um miðjuna, en breikkar til beggja enda. Víðast
mun það vera mjög grunt, svo sem öll vötn hér á heið-
unum, en þó er i því silungsveiði mikil og er farið þangað
til veiða, venjulega haust og vor, bæði norðan úr Húna-
vatnssýslu og sunnan úr Borgarfirði. Austan til í vatnið
rennur Skammá, — nafn sitt dregur hún af því hversu
stutt hún er, að eins nokkrir metrar. í henni eru hyljir
og gengur silungur í þá i hitum; þar veiddum við nokkuð,
var það alt bleikja en nokkuð smá, og var maginn í þeim
fullur af ílugum og flugnalirfum.
Kring um vatnið eru klappaholt og mýradrög á milli,
með allmiklum gróðri, sem þó var nokkuð kirkingslegur,
sakir þess hve snjóa leysti seint í vor. Víða vóru stórar
fannir í lautum og undan sól.
Útsýni er mjög fagurt frá Arnarvatni, þegar bjart er
og einna tignarlegast til suðurs, þar sem Langjökull girðir
fyrir sjóndeildarhringinn með hverri hjarnbungunni af
annari. En Eríksjökull »ógnahár« fyrir honum miðjum
vestantil, girður hamrabeltum alt í kring, nema þar sem
skriðjökulsfossarnir fimm, koma frá hinni risavöxnu og
tignarlegu hjarnhettu — kljúfa þau og steypast niður mó-
hergsskriðurnar. Langt í suðvestri sést Okið með mjög