Eimreiðin - 01.01.1921, Qupperneq 93
EIMREIÐINJ
UPP TIL FJALLA
93
grjóthólar. Á þeim mörgum eru stór björg og Grettistök,
flest svört að utan af geitaskóf og uppi á sumum þeim
stærstu eru grasþúfur með stórum burni búskum. Nærri
alstaöar, þar sem gróður er, eru fjallagrös, sumstaðar
mjög stórvaxin, en viðast eru grjóthólarnir hvítir milli
steinanna af hreindýramosa. Af fuglum var lítið á heið-
unum, miklu minna en við bjuggumst við; að eins nokkr-
ar svanafjölskyldur og fáeinar andir. En svo segja kunn-
ugir, að þar sé vanalega mjög mikið af alskonar sund-
fuglum, er verpi þar við vötnin og tjarnirnar á vorin.
Frá Arnarvatni liggur vegurinn norður Arnarvatnsheiði,
Grímstunguheiði og niður í Vatnsdal í Húnavatnssýslu.
Ruddum við þessa leið mestalla, niður að fremstu bæj-
um. Haukagili og Grímstungu.1) Svo segir dr. Þorvaldur
Thoroddsen í Ferðabók sinni, að landsfegurð sé viða stór-
kostlegri en í Vatnsdal »en engin bygð á íslandi mun
vera jafnsnotur og Vatnsdalur þegar litið er yfir hann í
góðu veðri og frjósamari og búsældarlegri dal getur ekki
á íslandi.'2) Enda er þar búskapur góður og gestrisni og
gott viðmót skipa þar öndvegi.
Að morgni 27. ág. yfirgáfum við heiðarnar og Vatns-
dal og héldum suður á Kjöl, vegleysur suðaustur Gríms-
tunguheiði, Auðkúluheiði og Öldur, austur fyrir norðurhornið
á Langjökli og suður í svonefnda Tjarnadali, norðvestan
við Kjalhraun. Komum við þangað eftir 15 stunda greiða
ferð frá Grímstungu. Úr Tjarnadölum er skamt á Hvera-
velli, sem liggja í grunnri laut milli Kjalhrauns og Lang-
jökuls, 658 m. yfir sjó. Eru þar grasteygingar nokkrir
meðfram hveralækjunum, en engar flatir eða vellir.
Hverirnir eru margir og sumir þeirra afarfagrir, og
merkilegir, svo að óvíða munu sjást slíkir.3) Er einn
hverinn fyltur með hraungrjóti; heitir hann Eyvindar-
hver, kendur við Fjalla-Eyvind. Byrgi Eyvindar er þar
1) Viöa er bæjarnafnið Grimstunga liaft í fleirtölu — Grímstungur — en það
•er rangt; tungan, sem bærinn er kendur við, er ekki nema ein.
2) P. Thoroddsen: Ferðabók IV. bls. 74.
3) Sjá um Hveravelli: I\ Thoroddsen Ferðabók II, bls. 197—202 og Þ. Tli.
l^ýsing íslands II, bls, 229—32,