Eimreiðin - 01.01.1921, Síða 101
EIMREIÐlXl
101
Trúarbrögfð og visindi:
Er hægt að staðhæfa, að þar sé ekkert
samræmi í milli?
Eftir
Silvanus Phillips Thomson, prófessor í efnafræði og eðlisfræði, m.m.
Þegar því 'er haldið fram, að trúarbrögð og vísindi fái
ekki samrýmst, verður manni eðlilega fyrir að spyrja:
H vað er skilið við trúarbrögð, hvað er skilið við vísindi,
ef því skal haldið fram, að þau séu ósamræmileg?
Ef vér snúum oss að spurningunni: hvað eru trúar-
brögð?, liggja þar til mjög mörg og ólik svör. Sumir
mutidu svara: Trúarbrögð eru trú á guðdóm eða guðdóma,
og dýrkun hans eða þeirra, því að enn eru við líði sum
þessara elztu trúarbragða, þar sem fjöldi guða er dýikað-
ur í senn. Vér þurfum ekki annað en benda á hin fornu
trúarbrögð Grikkja og Rómverja með Júpíter, Maiz, Venus
og Aþenu, eða hin norrænu trúarbrögð, með gamla Óðin
og Þór í btoddi, og alla hina, eða trúarbrögð Indverja
með hinum mörgu guðum þeirra. Aftur mundu aðrir
skilgreina trúarbrögð þannig: Trúarbiögðin eru fólgin í
ýmsum helgisiðum og helgivenjum, er taldar eru þóknan-
legar guði, svo sem það, að syngja sálma, hlusta á ræð-
ur fluttar, víxlsöngur milli safnaðar og prests, bænir fluttar,
trúarjátningar frambornar, skrúðgöngur kringum kirkjur
samfara ýmiskonar viðhöfn, gæta þess að fara í kirkju
að minsta kosti einu sinni hvern sunnudag, neyta ekki
kjöts vissa daga ársins.
Biblían hefir að geyma tvær skilgreiningar í þessu efni.
Eftir skoðun Gamlatestamentisins eru trúarbrögðin fólgin
í sáttmála milli Jahve og mannsins; trúarskyldan frá
mannsins hlið þá sú, að vera hlýðinn Móselögmáli; en í
Nýjatestamentinu birtist guðshugmyndin á miklu æðra stigi.
þar eru trúarbrögðin fólgin i samfélagi föður og barna