Eimreiðin - 01.01.1921, Qupperneq 103
EIMREIÐINl
TRÚARBRÖGÐ OG VÍSINDI
103
Vissulega er hinn sameiginlegi grundvöllur þeirra allra
þessi: Pau viðurkenna, að eitthvað það búi í oss, er geri
oss færa um, að greina rétt frá röngu, þótt stundum sé
það i veikleika; að með oss búi eitthvað það, sem sann-
færir oss um réltlæti, já, meira að segja, að eitthvað það
búi með oss, er knýr oss til, að minsta kosti á bestu
augnablikum vorum, að stunda rétta breytni, hvelur oss
til meðaumkunar og réttlætis. Og þessi frumatriði eru
grundvöllurinn að breytninni, manns við mann. Ef trúar-
brögðin eru nokkurs virði, hlýtur að vera til ósýnilegt
vald, er stjórnar örlögum mannkýnsins, og er uppspretta
lífsins. í þyngstu mannlegum þrautum, á sjúkrabeðnum, í
hættum, í angist og sorgum verður mannssálinni ósjálf-
rátt, að leita einhvers máttar fyrir utan manninn sjálfan.
Það er ekki þekking, ekki fróðleikur, er maðurinn Ieitar
á slíkum örlagaþrungnum augnablikum. Eins og Browning
segir: »Von, elska, ótti, trú — þetta eru eigindir mann-
eðlisins. Þetta er stimpill, sérkenni mannssálarinnar«.
Og nú kem eg að vísindunum. Hvað eru vísindi? Eg
á ekki við þessa eða hina grein vísindanna — svo sem
stjörnufræði, grasafræði, jarðfræði o. s. frv., heldur vís-
indin sjálf. Vísindi eru blátt áfram annað nafn á skipu-
legri þekkingu og leitun hennar. Það er þekking á sannan-
legum staðreyndum, og á hlutföllunum milli þeirra. Vís-
indin leiða í ljós niðurstöðu tilraunanna, þau rannsaka,
flokka niður, feta sig áfram frá hinu þekta til hins
óþekta, segja fyrir óorðna hluti (að nokkru), sanna, og bæta
smátt og smátt við þekkingarforðann úr hiiium geysimiklu
byrgðum hins óþekta. Þannig verðum vér þess um komnir,
að segja fyrir nýja viðburði og leiða rök að þeim. Þær
setningar vísindanna um hlutföllin, og flokkun hins þekta,
er reynast áreiðanlegar, nefnast lög. Til dæmis þessum
lögum mætti nefna talnahlutföllin, er heimta laukrétta
hugsun og eru mælanleg. Margföldunartaflan var t. a. m.
stór vísindalegur gróði snemma á ölduin. Svo var og um
almanakið, er skýrir oss frá, hversu margir dagar séu í
mánuði, og hve margar vikur í ári.
Niðurstöður visindanna hafa fengið oss í hendur vissar