Eimreiðin - 01.01.1921, Síða 111
EIMRIUÐIM
TRÚARBBÖGÐ OG VÍSINDI
111
leikann, hvað sem það kostar. Þótt eitthvað af hinu gamla
hljóti að hrynja, ber oss að vera sannleikans megin.
Og eitt enn. Síðan á dögum Míka frá Móreset hefir að
höndum borið stærsta viðburð veraldarsögunnar, en hann
er: líf og dauði Jesú Krists. Hefir hann engin áhrif á
skuldbindingar vorar. Eg tala fyrir sjálfan mig, og þar af
leiðir ekki að þær skuldbindingar, sem eg álit að á mig
falli, bindi yður að sjáltsögðu. Hver er eg, að eg skyldi
setja mig í dómarasæti. Er ekki nú fallin á oss ný skuld-
binding — sú, að feta i fótspor Krists, ekki að eins með
því að bjóða honum varaþjónustu vora með þvi að kalla
oss fylgjendur hans, heldur og með því að hlýða boðum
hans, hlýða hans gullnu reglu, sýna í verki þá sjálfsaf-
neitun, er hann gaf oss með svo guðdómlega fyrirmynd?
Og hverjar eru kenningar hans? Guðfræðingarnir hafa að
undanförnu umsnúið svo kenningum Krists, vafið utan
um þær erfikenningum og trúarsetningum, að áður en
hugsandi er til að fylgja þeim, verða menn að losna úr
viðjum hins svonefnda rétttrúnaðar, og hverfa aftur að
orðum meistarans sjálfs.
Hefir tjallræðunni verið hnekt, eða ekki? Eg þekki ekki
þann, er nokkurt vald hefir til að hnekkja henni; og þó
er svo, að hinir nafnkristnu hafa að engu mikið af
því, er í henni stendur. Ekki einungis í skotgröfunum í
Flandern, heldur og í fátækrahverfum Lundúnaborgar, í
drykkjukránum og okrarabúðunum er Kristur krossfestur
að nýju i dag. Er ekki kominn tími til þess eftir þessi
nitján hundruð ár, að vér reyDdum að minsta kosti trúna,
sem Jesús Kristur prédikaði i raun og veru, í stað þess
að fylgja réttnefndum heiðindómi, er hefir í svo stórum
stíl stolið nafni hans.
Og hver var nú trúin sem hann prédikaði? Eg vík ein-
ungis að einu atriði. Eitt sinn lyfti hann fortjaldinu frá
ókomna tímanum til þess að sýna, á hverju síðustu örlög
mannanna velti. Dr. Jacks hefir komist einkennilega að
orði, er hann kallaði þá kenningu Jesú: dæmisöguna, er
vekur mesta undrunina; en flestir kalla hana frásöguna
«ða spádóminn um hinn siðasta dóm. Hvort heldur það