Eimreiðin - 01.01.1921, Page 124
124
DRAUGUR
IEIMREIÐIN
LJÓÐMÆLI eftir Porstein Gislason, Rvík 1920 324 bls.
Gömlu þjóðskáldin hverfa af sjónarsviðinu hvert eftir annað,
nú síðast Matthias. Og þótt upp sé að renna ný blóm, og pau
ekki svo kotungsleg sum, pá er samt eins og skarðið eftir pá
gömlu fyllist illa. Nú eru nýir timar að ganga í garð, og ungu
skáldin eru herrar þeirrar tísku, er með peim kemur. Pað má
næstum pví sjá hatta fyrir, par sem mætist pað gamla og nýja.
Nú um stund heflr yngri stefnan átt megnið af Ijóðum þeim
er birtst hafa, og pví verður ekki neitað, að með öðru betra hefir
par verið nokkuð mikið af þankastrykum og slíkri sundurgerð,
og lífsskoðunin með köflum bjálfaleg: svefnprá og harmatölur.
Pað er því hressandi að fá handa milli gamal-íslensk ijóð, med
rígbundnu og þó hjóllipru formi og i hressilegum anda. Ljóða-
bók Porsteins sýnir okkur, að enn er ekki örfallin gamla fylk-
ingin þjóðskáidanna, sem virtu bragreglur og hafði aldrei til
hugar komið að þankastryk mætti nota i orða stað, þegar skáldið
hættir að skilja sjáift sig.
Langt er nú síðan Porsteinn Gíslason tók að yrkja. Sum
kvæði hans höfum við, sem yngri kynslóðinni heyrum, pekt frá
ómuna tíð. En þó kvað ekki verulega að fyrstu bókinni hans.
Pað voru helst einstaka gamankvæði, sem festust i hugum
manna. »Pú kystir mig áðan mín kæra« er orðið húsgangur, og
heflr náð pví aðalsmerki, að ferðast um landið án pess að menn
viti höfundinn. En svo kom litla kverið skömmu eftir aldamótin,
og hlóð rammgjörvan stall undir frægð Porsteins. í pvi eru ýms
pau kvæði, sem nú prýða pessa nýju ijóðabók, og segja má, að
Porsteinn hafl ekki farið fram úr pví enn, pótt hann hafi nú
allmiklu við aukið.
Porsteinn Gíslason er einskonar hirðskáld. Hér um bil priðj-
ungur bókarinnar er tækifæriskvæði ort á ýmsum 50 ára og
100 ára afmælura, við konungskomu og konungslát, vigslur húsa
og stofnana, í minningu merkra manna o. s. frv. Er furðanlegt
hvað honura tekst að blása anda i þessi ieiðu efni og flnna eitt-
hvað út úr þeim. Hann sér t. d. Steingrím Thorsteinsson í æðrl
tilveru eins og nokkurskonar verndaranda landsins gegn vor-
kulda og sólarleysi:
Griptu nú gígjuna pína sýng og bið sóllandsins dísir
í geislanna heimi, að senda’ hingað vorið. (bls. 41)
og gat fátt átt betur við um hann. Um Jónas Hallgrímsson segir
hann pessi laglegu orð:
ísland geymir ekki margt
ef það gleymir minning þinni. (bls. 6).
Porvaldi Thoroddsen sendir hann geysi snjalt kvæði. Par er þetta í:
Stóð hann par í risa örmum
er hin stóru fljót í reifum liggja