Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 61

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 61
BÓKASPJALL 61 meðan á prentuninni stóð — enn engu að síður gétur stafs eður orðs vant vesið í handritinu, sem góðfús lesari tekur ekki hart á —- Þessa grein fyrir handriti þessu gjörir Gísli sjálfr, eptir bón Sigurðar Kaupmanns Jónssonar er eignaz hefir það að gjöf frá syni Boga heit- ins, stúdent Brynjúlfi Kaupmanni á Flatey, og staðfestir hana nú hjer á Flatey, á 73ia ári með eigin, enn nú stirnaðri hönd, dag 22 Oct: 1859. Gísli Konráðsson.“ Við sjáum, að Gísli hikar ekki við að ætla, ,,að handrit þetta sé hið réttasta og réttara en hinar prentuðu Árbækur", þótt hann við- urkenni jafnframt, að stafs eða orðs vant geti verið í handritinu. En hann treystir því og veit raunar, að góðfús lesari tekur ekki hart á því. Prentaðar bækur lama í engu vilja Gísla til skriftanna, heldur hleypa kappi í hann og metnaði að láta ekki hlut sinn fyrir þeim. Það var ekki nema að vonum, að Sighvati Grímssyni þætti fengur í að kynnast slíkum manni sem Gísla, er hann (þ. e. Sighvatur) kom tvítugur í Flatey og lét fylgja sér til Gísla, „hafði heyrt eftir hann Andra rímur o. fl. Tók Gísli honum þegar mjög vel, og tóku þeir brátt tal saman, og féll mjög vel á með þeim“, eins og Sighvat- ur segir í æviágripi sínu fram til ársins 1892, er prentað var í Árbók Landsbókasafns 1964. En nokkru síðar í æviágripinu segir svo m.a.: ,,Nú var það á þess- um árum, að hann var kominn í fullkomin kynni við Gísla Kon- ráðsson, sem léði honum hvert handritið á fætur öðru, eftir því sem Sighvatur gat yfir komizt að afrita, og fræddi hann og leiðbeindi á allar lundir, enda var sem nýr heimur opinberaðist fyrir Sighvati, þegar hann komst í kynni við Gísla. Og þótt Sighvatur væri vinnu- maður og hefði litla tíma, þá notaði hann hverja stund sem mest mátti verða bæði nætur og daga til að afrita sögur Gísla og fræði- rit. Hvern helgidag, sem hann var í Flatey, voru þeir saman frá morgni til kvelds, og þótt Gísli væri hinn mesti gleðimaður fram á hin háu elliár sín, þá var honum oft mikið angur að, þegar þeir urðu að skilja, og lét hann það oft í ljós. Þannig voru öll þau ár, sem þeir höfðu kynni saman, að Sighvatur hafði þar jafnan opinn hinn mikla fræðifésjóð, og var það Gísla hin mesta ánægja. Og þegar Sig- hvatur var við róðra í útverum, safnaði hann öllu því, er hann á náði, fyrir Gísla, viðburðum ýmsum, yngri og eldri, slysförum, viðaukum til ætta o. s. frv.“ I lok þessa æviágrips segir Sighvatur, er talar um sjálfan sig, eins og við höfum heyrt, í 3. persónu: „I árslok 1892 var bókasafn hans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.