Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 51

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 51
BÓKAGERÐ GUÐBRANDS ÞORLÁKSSONAR BISKUPS 51 Fimm árum síðar, 1594, gaf biskup út nýja messusöngsbók, Gradu- ale eða Grallarann, eins og hún var oftast nefnd af almenningi. Hann birtist lítt breyttur í 19 útgáfum, síðast 1779. Með útgáfu grallarans og sálmabókarinnar var helgisiðakerfi íslenzku kirkjunnar fullmótað, og hélzt sú skipan að mestu óbreytt fram á öndverða 19. öld, þegar aldamótasálmabókin (Leirgerður) kemur til sögunnar. Einn at' bókahnútum Guðbrandsbiblíu, sem ætlað er að biskup hafi teiknað sjálfur. Hér verður enn að geta einnar bókar, sem Guðbrandur biskup gaf út. Á ég þar við Vísnabókina, sem prentuð var 1612. Biskup kveðst gera bókina svo ,,að af mætti leggjast þær brunavísur og afmurskvæði, sem allmargir elska og iðka, en í staðinn upptakast þessar andlegar vísur, sem góðir menn hafa ort og kveðið Guði til lofgjörðar, fróð- leiks og skemmtanar, svo að orð Guðs mætti ríkuglega hljóða og á meðal vor byggja, svo utan kirkju sem innan“. Markmið biskups er að fá almenningi í hendur trúarleg ljóð og siðbætandi í stað verald- legra kvæða og rímna, sem hann fór svo hörðum orðum um í for- mála sálmabókarinnar og hafði svo lengi hamrað á. Til þess að leysa hinn forna kveðskap af hólmi, ekki sízt rímurnar, fékk hann skáld- mælta menn til þess að kveða rímur eftir ýmsum af bókum biblíunnar. En auk þess er í bókinni margt veraldlegra kvæða auk trúarljóða, jafn- vel úr kaþólsku, þótt sumu sé þar vikið við í samræmi við lútherskar trúarhugmyndir. En hér var unnið fyrir gýg. Dugnaður og harðfylgi biskups máttu sín einskis. Þjóðin hélt áfram að kveða og yrkja rímur um forna garpa og heiðin tröll, raula víkivaka og yrkja háðs- og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.