Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 6
6
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON
Þorsteinn Magnússon var Eyfirðingur. Er það athyglisvert, að
þrjár af gagnmerkustu lýsingum, sem til eru af gosum í Vestur-
Skaftafellssýslu, eru samdar af aðkomumönnum af Norðurlandi. Skag-
firðingurinn Jón Steingrímsson lýsir Skaftáreldum og sveitungi hans,
Sveinn Pálsson, Kötlugosinu 1823. Þorsteinn átti til merkra að telja.
Þuríður móðir hans var laundóttir séra Sigurðar á Grenjaðarstað
Jónssonar biskups Arasonar, og heitinn var hann eftir Þorsteini á
Grund, manni Þórunnar biskupsdóttur. Faðir hans var bóndi í Stóra-
dal í Eyjafirði. Þorsteinn er fæddur um 1570, og hann dó 1655. Talið
er, að hann hafi lært erlendis. Hann er enn nyrðra 1601, en fékk hálft
Þykkvabæjarklaustur 1612 og allt 1624 og hélt því til 1653. H@.nn
hélt Skaftafellsþing með Þorleifi Magnússyni 1636—52. Páll E. ÓÍa-
son, sem hér er farið eftir, segir hann hafa verið lögspakastan íslend-
inga á sinni tíð og að hann hafi þótt ágætur maður, þótt héraðsríkur
væri og kvenhollur. Hann samdi ýmsar ritgerðir lögfræðilegs efnis og
gerði tillögur um breytingar á lögbókinni.
Það langmerkasta, sem liggur eftir Þorstein Magnússon, mun þó
tvímælalaust vera lýsing hans á Kötlugosinu 1625. Hún er aðalsam-
tímaheimildin um þetta gos. Það, sem Skarðsárannáll hefur um það,
er nær allt frá Þorsteini, og það litla, sem Gísli Oddsson hefur um
það að segja, gæti og verið úr frásögn hans, sbr. síðar, enda þótt svo
þurfi ekki að vera, þar eð Gísli bjó þá í Holti.
Mikilsvert er, að frásögn Þorsteins er lýsing sjónarvotts, sem bú-
settur var nærri eldstöðvunum, þar sem Katla blasir við. Þetta er
elzta lýsing Kötlugoss, sem skráð er af sjónarvotti, og miklu ýtar-
legri en nokkur lýsing, sem fram til þess hafði verið skráð af eldgosi
á Islandi. Til efs er, að nokkurs staðar hafi fyrir þann tíma verið
skráð svo greinargóð og gagnmerk goslýsing að undantekinni hinni
klassísku lýsingu Pliníusar yngra á gosinu í Vesúvíusi 79 e. Kr., því
er eyddi Herculaneum og Pompeii.
Þorsteinn lýsir gosinu frá degi til dags, eins og hann og heimilis-
fólk hans upplifði það á Þykkvabæjarklaustri frá því er jarðskjálftar
fóru að finnast í fyrstu birting 2. september, þar til er allt var „í
stilli orðið“ hinn 14. september, svo að hvorki varð vart við „hljóð,
ösku, eld né reyk“. En bæði hlaup og gjóskufall höfðu herjað mjög á
Álftaverið, og í þá 12 sólarhringa, sem gosið varaði, hafði, svo að
vitnað sé í frásögn Þorsteins, „enginn maður nýtan svefn eða rólega
stund, hvorki nótt né dag, að ekki væri enn sami kvíði, skelfing og
ótti á hverjum manni, þó einna mest á börnum og kvenfólki, en þó