Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Síða 5

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Síða 5
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON Þorsteinn Magnússon og Kötlugosið 1625 Hinn 2. september 1625 hófst gos í Kötlu og stóð í hálfan mánuð. Þetta var mikið gjóskugos. Gjóskan barst aðallega til austurs yfir Skaftártungu, Síðu, nyrðri hluta Álftavers og Meðalland, og hefur aðeins eitt Kötlugos, 1755, valdið meira tjóni með gjóskufalli, svo að vitað sé. Skaftártunga varð verst úti, og fóru 18 býli í eyði einhvern tíma, enda er gjóskulagið úr þessu gosi þykkara syðst í Skaftártungu en nokkurt annað gjóskulag þar frá sögulegum tíma. Tvær jarðir vestast á Síðu fóru einnig í eyði, og jarðir í Meðallandi og Álftaveri urðu illa úti. Aðalheimildirnar um þetta gos eru „Relatio Þorsteins Magnússonar um jöklabrunann fyrir austan“, dagsett 15. september 1625 að Þykkvabæjarklaustri í Veri, þar sem Þorsteinn var þá klausturhald- ari, ennfremur viðbótarskýrsla Þorsteins um afleiðingar gossins, dag- sett 4. marz 1626, en þessar skýrslur báðar lét Þorvaldur Thorodd- sen prenta í Safni til Sögu Islands IV, 200—215. I þriðja lagi er svo kver á dönsku: „Sandferdig oc kort Iszlandiske Relation, Om det forferdelige oc gruelige Jordskelff/som skedde for 0sten paa Iszland/ hoss Tyckebey Kloster/forgangen Septembris, met Torden oc Liunet/ Ildens nedfald aff Lufften/met stort Morck/ Aske/ fyrige oc gloende Stene oc Brande/ Deszligeste it forskreckeligt Vandfald oc Exunda- tion, aff det Bierg Jockelen/ som varede fra den 2. ind til den 14. Sept. dag/ aldrig tilforne enten seet eller hort.“ Þetta kver var prentað í Kaupmannahöfn af Niels Heldvad (Nico- laus Heldvaderus) 1627. Það er aðeins 8 bls. og er nú eitt hið sjald- gæfasta prentaða rit um ísland. Frásögnin í kverinu er sögð „aff Ærlige Mand Taasten Magnusson/ Kong. Mayst. Befalingsmand offuer Tyc- kebey Kloster observerit oc antegnet“. Þorsteinn Magnússon er því aðalheimildamaður um Kötlugosið 1625.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.