Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 92
92
LANDSBÓKASAFNIÐ 1975
Björn J. Blöndal rithöfundur í Laugarholti afhenti nokkur rita
sinna í uppkasti eða rissi, eins og hann kallar það. Ritin eru: Við
vötnin ströng, Vatnaniður, Á heljarslóð og bók um Norðurá, er út
skyldi koma síðar á árinu (Norðurá fegurst áa).
Björn Jónsson bóndi á Kóngsbakka á Snæfellsnesi færði safninu að
gjöf ævisögur Benjamíns Franklíns og Jóhanns Friðriks Óberlíns með
hendi Guðlaugs Magnússonar á Hafurstöðum 1874. Björn afhenti
ennfremur allmörg tölublöð Mímis, blaðs Framsóknar, félags nem-
enda í Menntaskólanum í Reykjavík frá árunum 1910-13.
Tvær rímur um „Sýslunefndarmannskjörið á Jónsmessu að Hróf-
bergi 1912“, eftir sr. Guðlaug Guðmundsson á Stað í Steingríms-
firði. Gjöf Jóhönnu dóttur hans um hendur Júníusar Kristinssonar
skjalavarðar.
Dagbók Halldórs Guttormssonar á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal 1.12
1909-25.6. 1910. Gjöf Skúla Helgasonar fræðimanns.
Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur gaf í eiginhandarriti ,,Þýdd ljóð
og þýðingarlaus“; „Börn dauðans“, IV.-VI. þáttar. Ennfremur grein-
ar, vélritaðar.
Þór Magnússon þjóðminjavörður afhenti tvö bréf Eiríks Magnús-
sonar meistara í Cambridge til sr. Guðmundar Árnasonar í Winni-
peg. En Einar, sonur sr. Guðmundar, hafði sent Þjóðminjasafni.
Ingólfur Jónsson rithöfundur frá Prestsbakka afhenti Gerðabók
Rithöfundafélags íslands 1966-74, efnahagsbók sama félags 1941-75
og reikninga.
Ögmundur Helgason afhenti Ljóðmæli Sigurðar Guðmundssonar,
skrifuð af Helga Guðmundssyni veturinn 1933-1934.
Sigurður Thoroddsen afhenti „Plögg, er Sigurður Thoroddsen
verkfræðingur vann, er virkjun Þjórsár var á döfinni árin 1916-17“.
Sigurður afhenti þessi gögn í samráði við börn Sigurðar eldra, föður-
bróður síns. Sigurður og systkini hans afhentu ennfremur fimm bréf
Davíðs Stefánssonar skálds til Theodóru Thoroddsen móður þeirra.
Arnór Sigurjónsson rithöfundur afhenti handrit að Einars sögu
Ásmundssonar, Náttíára Theodórs Friðrikssonar og ljóðaútgáfu Sig-
urjóns Friðjónssonar, föður gefanda. Arnór færði safninu einnig hand-
rit eftirtalinna verka, Ásverja, Bretlands og Frá árdögum íslenzkrar
þjóðar.
Einar Jón Eyjólfsson frá Suður-Hvammi í Mýrdal gaf handrit
ljóða eftir sjálfan sig.
Dr. Thomas Árnason í Saskatoon í Kanada gaf í vélriti Söguna