Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 45
BÓKAGERÐ GUÐBRANDS ÞORLÁKSSONAR BISKUPS
45
hann var kallaður til biskups, en slapp létt frá, svo að gera má ráð fyrir,
að hann haíi síðar á ævinni minnzt æskubreka sinna.
Markmið Guðbrands biskups á stóli var að festa hinn nýja sið í
sessi og berjast gegn eldri hugmyndum, sem minntu á hinn forna og
áttu þar rætur. Hann mun hafa talið eilífa sáluhjálp landa sinna varða
mestu, en frá hans bæjardyrum var hún bundin hreinu og ómenguðu
evangelíum eftir kokkabók Lúthers og sporgöngumanna hans. Kirkju-
stjórn hans var sterk, en svo virðist, að bókagerð og bókaútgáfa hafi alla
tíð verið Guðbrandi hugtækast viðfangsefni, og af henni hlaut hann
mestan frama lífs og liðinn. Með henni var þó aðeins stefnt að einu
marki, eflingu kristindómsins. Sjálfur var biskup mikilvirkur rithöf-
undur, en að auki gat hann kallað sér til aðstoðar flesta menntamenn
landsins, sem eitthvað höfðu að selja í sumblið.
Þegar Guðbrandur kom að Breiðabólstað, var Jón, sonur séra Jóns
Matthíassonar, orðinn eigandi prentsmiðjunnar. Hinn ungi klerkur
hefur þá líklega komizt fyrst í bein kynni við „frú typógrafiu”. Ekki er
vitað, hvað þeim Jóni prentara og Guðbrandi fór á milli, þegar hinn
síðarnefndi var setztur að stóli, en ekki leið á löngu, unz prentsmiðjan
og Jón prentari voru komin til Hóla og undirbúningur hafinn að bóka-
útgáfu. Ef til vill hafa þeir átt prentsmiðjuna í félagi fyrstu árin, og
væri þá ekki fjarri sanni, að Jón kynni að hafa átt gögn hinnar fornu
prentsmiðju, en biskup lagt fram fé til kaupa á nýjum búnaði, pressu
og letrum, sem vitað er, að hann útvegaði. 1 þá átt gæti það bent, að
Guðbrandur segir í bréfi til Páls Madsens Sjálandsbiskups árið 1573,
að hann hafi (habeo) prentsmiðju. Sennilega hefði hann kveðið fastar
að orði, ef hann hefði beinlínis talið sig eiga hana.
Ekki er vitað með öruggri vissu, hver varð fyrst bóka, sem Guð-
brandur gaf út, en almennt er álitið, að það hafi verið Lífsins vegur
eftir Niels Hemmingsen, læriföður biskups við háskólann í Kaup-
mannahöfn. Bókina þýddi hann sjálfur, og kom hún út 1575. I ávarps-
orðum til vinar síns, sem hann tileinkar bókina, kveðst hann þýða
hana „yðrum börnum og varnaði sérdeilis til kristilegrar undirvís-
anar“. Það er skylda góðs húsbónda að halda „yðar börnum og fólki
þar til að heyra og lesa þess háttar guðlegar fræðibækur, en ei sem
margur gjörir að láta í sínum húsum oftar iðkást heiðinna manna
sögur, rímur og mansöngva heldur en guðsorð“. Þetta var stefnuskrá
biskups, sem hann miðaði alla bókagerð sína við, og sá steinn, sem
hann átti lengst eftir að klappa.