Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 99
LANDSBÓKASAFNIÐ 1975
99
son biskup gaf út á sinni tíð, og þess minnzt, að á árinu voru liðnar
fjórar aldir frá upphaíi bókaútgáfu hans.
Haraldur Sigurðsson bókavörður flutti að Kjarvalsstöðum erindi um
bókagerð Guðbrands biskups, og undirritaður flutti þar einnig Bóka-
spjall, en bæði þessi erindi eru birt framar í þessari Árbók.
MYND JÓNS Eiríki Smith listmálara var á árinu falið
JAKOBSSONAR að mála mynd af Jóni Jakobssyni lands-
bókaverði, en 18. júní 1975 voru liðin 50
ár frá andláti hans. Myndinni var komið fyrir í aðallestrarsal safns-
ins. Jón réðst að Landsbókasafni sem aðstoðarbókavörður 1895, en
var jafnframt forngripavörður á árunum 1897-1907. Hann var við
fráfall Hallgríms Melsteðs landsbókavarðar 1906 settur til að gegna
embættinu og fékk veitingu fyrir því 1908.
Jón Jakobsson sat á Alþingi sem fulltrúi Skagfirðinga 1893-1899,
en þingmaður Húnvetninga var hann 1903-1907. Landsbókasafni
var mikill styrkur að því að eiga þannig fulltrúa á þingi, enda hélt
hann vel fram málum safnsins á þeim vettvangi, stuðlaði m. a. að
byggingu Safnahússins, en smíði þess var hafin haustið 1906 fyrir
forgöngu Hannesar Hafstein ráðherra og gekk svo greiðlega, að unnt
var að hefja starfsemi í Safnahúsinu snemma árs 1909.
Á síðari árum sínum við safnið samdi Jón Jakobsson sögu þess:
Landsbókasafn íslands. Minningarrit 1818-1918, er prentað var á
árunum 1919-1920 og er hið merkasta verk.
Jón Jakobsson lét af embætti haustið 1924 eftir nær 30 ára giftu-
drjúgt starf í Landsbókasafni.
RIT SAMEINUÐU Birgir Halldén, forstöðumaður upplýsinga-
ÞJÓÐANNA skrifstofu Sameinuðu þjóðanna á Norður-
löndum með aðsetri í Kaupmannahöfn,
heimsótti Landsbókasafn 26. nóvember og kynnti sér meðferð rita
Sameinuðu þjóðanna í því.
Vegna þrengsla og liðsskorts höfðu rit Sameinuðu þjóðanna og
fáeinna annarra alþjóðastofnana safnazt nokkuð fyrir að undanförnu,
en Halldór Þorsteinsson, umsjónarmaður þessara rita, gerði sérstaka
hríð að þeim á árinu, auk þess sem rýmkað var nokkuð um þau með
brottflutningi annarra rita úr safninu.