Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 41

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 41
BÓKAGERÐ GUÐBRANDS ÞORLÁKSSONAR BISKUPS 41 Það var því ekkert smávegis hagræði, þegar Jóhanni Gutenberg frá Mainz eða einhverjum öðrum kom til hugar um miðja 15. öld að steypa bókstafina livern fyrir sig og raða þeim saman að vild, svo að úr mátti gera blaðsíður fleiri eða færri. Þær mátti svo setja í prent- þröng eða pressu, bera á svertu og prenta svo mörg eintök sem þurfa þótti. í fyrstu lotu voru prentbækurnar gerðar með líku sniði og tíðkaðist um handrit. Þangað sóttu menn fyrirmyndir að leturgerð og um allt fyrirkomulag blaðsíðna, skreytingar og aðra viðhöfn, er hæfa þótti bók í sölum hefðarmanna. Kunnust þessara bóka er Biblía sú hin latneska, sem Gutenberg lét prenta á árunum upp úr 1450. Um hana hefur einhver sagt, að hún væri hin fyrsta bók og um leið hin fegursta. Ef slitur hennar rekur á fjörur fornbóksala, er það að jafnaði rifið sundur og hvert blað selt sérstakt. Þó er það aðeins á færi efnamanna að hreppa slíka kjörgripi. Ef prentlistin átti að ná til almennings og verða þáttur í því um- róti, sem nú fór í hönd, varð hún að slaka á klónni, vanda minna til bókanna, bæði pappírs og prentunar, gera framleiðslu þeirra ódýrari, svo að almenningur gæti eignazt þær og bækurnar orðið boðberi þeirra strauma, sem bárust frá landi til lands. Við þetta hrak- aði bókagerð mjög. Við hlið þessara bóka, sem sumar voru fjarska fátæklegar, voru þó jafnan prentaðar bækur, sem eru augnayndi og vandaðar að allri gerð. Meðal slíkra höfuðprentara má nefna Aldus í Feneyjum, nálægt aldamótunum 1500, og Christopher Plantijn í Antwerpen og Leiden, á síðara hluta 16. aldar. Prentlistin fór hratt yfir og barst á fáum árum til flestra landa í Evrópu. Elzt prentuð bók í Englandi er talin frá 1476. í Danmörku er byrjað að prenta bækur 1482 og ári síðar í Svíþjóð. Þess var þá furðu skammt að bíða, að bókaprentun hæfist á íslandi. Allir eru sammála um, að Jón biskup Arason hafi fyrstur haft út hingað prentverk. Um hitt greinir menn á, hvenær prentsmiðjan kom. Helzt hafa verið nefnd til árin 1525—1526, 1529—1531 og 1534—1535. Heimildir um atburð þennan eru óljósar og stangast á, svo að ekki verður greitt úr þeirri flækju með öruggri vissu. Mestar líkur benda þó til, að ártalið 1530 eða þar um bil fari næst sanni, því að sitthvað mælir gegn hinum árfærslunum. Prentverkinu fylgdi sænskur prentari, sem í íslenzkum heimildum er jafnan nefndur Jón Matthíasson eða Jón svenski. Hann var lærður maður á klerkleg fræði og var hér lengi prestur beggja vegna siða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.