Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 49

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 49
BÓKAGERÐ GUÐBRANDS ÞORLÁKSSONAR BISKUPS 49 þessu hafi snemma verið veitt athygli, því að í formála Summaríu yfir Gamla testamentið, sem prentuð var á Núpufelli 1591, kemst hann svo að orði: „Þeir eru og nokkrir, sem gefa mér skuld, að ég hafi eignað mér annarra útleggingar í Biblíu, af því að ég sagði svo í einum stað. Að ég hefði orðið oftast alleina eða einsamall að yfirlesa, corrigera, útleggja. En með þeim orðum vil ég í öngvan máta mér eignað hafa alla útlegging Biblíunnar." Um sumar þessar þýðingar kemst biskup svo að orði: „En svo mikið ómak hafða ég þær sumar dönsku blandaðar útleggingar og brákað mál að yfirlesa, lagfæra og emendera, að það var ei stórs minna vert en að nýju út að leggja.“ Þýðingin er ekki gerð beint úr frummálunum, heldur farið eftir hinni þýzku biblíuþýðingu Lúthers með hliðsjón af Vulgata, hinni latnesku þýðingu, og eitthvað gripið til danskra þýðinga annað veif- ið. Oskar Bandle hefur kannað rækilega málið á Guðbrandsbiblíu. Þótt þáttur Guðbrands í gerð Biblíunnar sé minni en stundum hefur verið haft á orði og þótt líklegt, þá var útgáfa hennar ein saman afrek, ef miðað er við tíma og aðrar aðstæður, enda hefur bókin jafn- an verið talin dýrgripur meiri öðrum íslenzkum bókum. Með ýmsum öðrum þjóðum urðu biblíuþýðingar siðskiptaaldar undirstaða að bókmáli þeirra. Slíku var ekki til að dreifa um Biblíu Guðbrands biskups. Islenzkan var þá fyrir löngu orðin tamið bókmál, og í þýð- ingunni gætir fremur hnignunar en hitt. Þó er hún víða snjöll, og mörg kjarnyrði hennar prýða enn biblíuþýðingu okkar. Þegar prentun Biblíunnar var lokið, varð fjögurra ára hlé á allri útgáfustarfsemi. Þegar bókaútgáfa hefst að nýju 1589, eru prent- smiðjurnar orðnar tvær. Önnur þeirra á Hólum, en hin á Núpufelli í Eyjafirði, en þájörð hafði konungur veitt Jóni prentara að léni um þær mundir, sem hann réðst til prentverks með Guðbrandi biskupi. Þessi þáttur íslenzkrar prentsögu hefur valdið mönnum miklum heilabrotum, þar sem báðar prentsmiðjurnar unnu fyrir Guðbrand biskup og hann virðist einráður um, hvað prentað var í þeim. Senni- legust þykir mér tilgáta Hallbjarnar Halldórssonar, sem hann reisir ekki sízt á könnun letra í báðum prentsmiðjunum. Hann hyggur, að þeir Jón prentari og biskup hafi að lokinni prentun Biblíunnar slitið eignarfélagi sínu á prentsmiðjunni, Jón hafi ílutt sinn hluta á lénsjörð sína, Núpufell, en biskup haldið sínum hluta eftir á Hólum, og prentsmiðjurnar þannig orðið tvær. Síðan hafi Jón selt biskupi sinn hluta og flutzt með hann til Hóla og prentsmiðjurnar sameinazt að nýju. Það er athyglisvert, að um sömu mundir hverfur nafn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.