Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 67
NORDAHL GRIEG OG FRIHETEN
67
Höfundurinn varð ókrýndur konungur meðal norskra skálda að
loknum lestri þess. Nordahl Grieg lét sér ekki nægja að kveða kvæð-
ið, heldur gerðist hann virkur þátttakandi í þeim átökum, sem fram-
undan voru, hildarleik, sem átti eftir að skipta sköpum fyrir einstakl-
inga og þjóðir.
Hér verða rifjuð upp helztu æviatriði Nordahls Grieg, áður en vikið
verður að Ijóðabók hans, Friheten.
Grieg-ættin kom til Noregs frá Skotlandi. Forfaðir norsku greinar-
innar fékk borgararéttindi sem kaupmaður í Bergen 1779. Nordahl
Grieg er fimmti ættliður frá skáldinu og biskupnum Johan Nordahl
Brun, og bar hann fullt nafn hans. I móðurætt má einnig finna skáld-
ið og prestinn Peter Dass. Móðurfaðir Nordahls Greig var Ole Vollan,
einn af forystumönnum Moderate Venstre í stjórnmálum. Faðir Nor-
dahls Grieg var Peter Grieg, lektor við Bergens katedralskole og síðar
forstöðumaður miðskóla í Fane. Móðirin hét Helga Vollan.
Foreldrar hans höfðu ólíka skapgerð, faðirinn hæglátur og hlé-
drægur, en móðirin kát, bjartsýn og úrræðagóð. Þau eignuðust fjögur
börn, tvo syni og tvær dætur. Faðir þeirra hafði mikið dálæti á bók-
menntum. Hann hafði lag á að vekja áhuga barnanna á norskum
bókmenntum og einnig erlendum skáldskap. Þetta hafði sýnileg
áhrif. Harald, eldri bróðirinn, varð forstjóri bókaútgáfunnar Gylden-
dal Norsk Forlag, en sá yngri gerðist skáld og rithöfundur. Báðir
bræðurnir luku prófi í sagnfræði við háskólann í Ósló. Um skeið
lagði Nordahl Grieg stund á bókmenntir við háskólann í Oxford.
Hann skrifaði í skóla ritgerð um Kipling og brezka heimsveldið og
hreifst um skeið af valdatafli Englendinga.
Ritstörf Nordahls Grieg við Óslóarblöðin Tidens Tegn og Oslo Aften-
avis urðu honum góður skóli. En útþráin brann honum í blóði. Sjálf-
sagt var það ekki tilviljun, að hann réð sig sem háseta á „Henrik
Ibsen“. Bergen-búinn var sér meðvitandi um sambönd við umheim-
inn og vanur að sjá ýmsa þjóðfána blakta. Eftir þessa sjóferð kom
út fyrsta ljóðabók Nordahls Grieg.
Hér fer á eftir skrá um ritverk hans:
Ljóðasöfn
Rundt Kap det gode háb. Vers fra sjoen. 1922.
Stene i stwmmen. 1925.
JVorge i váre hjerter. 1929.