Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 75
NORDAHL GRIEG OG FRIHETEN
75
hafði verið borinn í fyrstu skrúðgöngunni, sem fram fór í Noregi 17.
maí, á Eiðsvelli 1827. Fána þennan höfðu tvö fræg systkin búið til,
Camilla og Henrik Wergeland. Fáninn verður kveikjan aðlöngu
kvæði, sem skáldið nefnir Wergelandsfanen. Nordahl Grieg yrkir upp-
haf þessa kvæðis í Toronto í júní 1941, en lýkur því ekki fyrr en í
Fondon í júlí 1943. Þetta er lokakvæðið í Friheten, alls 18 erindi.
Auðsæ tengsl eru milli þessa kvæðis og 17. mai 1940.
Nordahl Grieg hélt til Englands með skipi og kom til Fiverpool
25. ágúst 1941. Gerd dvaldist lengur vestra og kom til Glasgow
með norsku skipi um miðjan október. Þau settust fyrst að í Fondon,
þar sem styrjöldin gekk enn sinn vanagang. Innrás Þjóðverja í
Rússland 22. júní 1941 reyndist afdrifaríkasti atburðurinn þann tíma,
er þau dvöldust vestan hafs.
Réttur Nordahls Grieg til þess að klæðast hermannabúningi var
enn ekki á hreinu. En með bréfi frá Halvdan Koht utanríkisráðherra
Norðmanna var hann gerður að fánabera (fenrik). Hlutverk hans
skyldi vera að starfa meðal norskra hermanna á erlendri grund.
Þrátt fyrir annríki gaf Nordahl Grieg sér tíma til að yrkja. Hon-
um verður hugsað til hlutskiptis þýzku hermannanna. í nóvember
1941 yrkir hann kvæðið Til de tyske soldater. Það skiptist í fjóra kafla,
og fer hér á eftir upphafserindi hvers þeirra:
Heimsríki var yður heitið!
Hjörtun í bernsku og vanda
hitnuðu af heillandi draumi
um herför til ókunnra landa!
I erlendum borgum, sem unnust
með atfylgi vopna og svika,
þó vitrast sú þráheitna veröld,
sem víghrokans járnhælar stika.
í hatursins gaddavírsgerði,
sem grimmd yðar hefur riðið
úr bölþján og blóðugum píslum,
sinn bólstað á innrásarliðið.
Fn sá yðar, hermenn, sem hafnar
því hlutverki að myrða og pína,
skal heiður af dáð sinni hljóta,
því hann gerir skyldu sína.