Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 76

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 76
76 ÓLAFUR F. HJARTAR í næsta mánuði yrkir hann ljóð, sem nefnist De norske barnenes sang. Þar lætur hann þá von í ljós, að aftur komi það vor, er tak- ast megi að sprengja fangabúðirnar og ekki verði barizt til einskis fyrir ungu kynslóðina, sem á að taka við. Dauðinn hjó skarð í vinalið Grieg-hjónanna, þegar Martin Linge leikari féll í skyndiárás víkingasveitar á Máloy í Noregi 27. desem- ber 1941. Linge hafði leikið hlutverk í tveimur þekktustu leikritum Nordahls Grieg. Þá yrkir hann kvæðið Skuespiller kaptein Martin Linge. Hér er birt eitt erindi úr því, sem dregur upp skýra mynd: Hér varð Martin Linge að lokum leiksins hetja og sló í gegn, — meðtók þó af múgsins hálfu meira kúlna- en blómaregn. Og hann hafði, blóðgu brjósti, birt við læti undurhvell allt, sem liggur listamanni leynt á hjarta, er tjaldið féll. í bókinni Fáni Noregs lýsir Nordahl Grieg reynslu sinni af flugi og flugmönnum. Hann helgar þeim kvæði, sem hann yrkir í febrúar 1942, Flygesoldaternes sang. Hann sér í flugi þeirra von um frelsið á á ný. Nordahl Grieg var Svíum sárreiður fyrir þá eftirgjöf þeirra við nazista að veita þeim leyfi til að flytja hermenn, vopn og vistir um Svíþjóð til Finnlands. Hann hafði í hyggju að skrifa hvassa grein um afstöðu þeirra, en Gerd kom í veg fyrir það. I apríl yrkir hann kvæðið Til Sverige. Kemur í kvæðinu skýrt í ljós, hvers vegna vík er milli vina. Næsta kvæði hans tengist þessu, ort nokkru síðar, Til norsk ungdöm som venter i Sverige. Margir landar hans höfðu leitað yfir landamærin í þeirri trú, að þrátt fyrir langa bið skyldi eldur frelsis- kyndilsins halda áfram að loga. Leið Nordahls Grieg lá til íslands í júní 1942. Fyrstu kynni hans af landinu voru frá Alþingishátíðinni 1930 sem fréttaritara Tidens Tegn. Greinar, sem hann skrifaði um hátíðina, land og þjóð, vöktu athygli Islendinga og jafnframt gleði. Hann skrifaði m. a.: „Það var þetta stórkostlega þing þjóðar og lands, sem var hríf- andi og ógleymanlegt . . . Lífið og landið runnu saman í eitt, mann- fjöldinn og fjallshlíðin önduðu með sama eilífa andardrætti." —- „Þannig verða fyrstu kynni af íslandi fyrir sérhvern Norðmann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.