Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 27
ÚR BRÉFUM SVEINS LÆKNIS PÁLSSONAR
27
Til Mr ísleifs Ásgrímssonar1
í hasti!
Hier med fylgia blöd, sem þier skulud britia í smátt eins og tóbak
í pípu, setia þar á 1 pott brennivíns, láta þad standa í hita í 4 daga.2
Svo á ad taka inn af brennivíninu lítinn spón hvern morgun fastandi,
svo sem viku tíma, láta svo lída eins lángt á milli. Þetta vildeg bædi
ad þier og stúlkann reindud, og eg fengi ad vita, hvert yckar findi
sig betur vid þetta.
Adgiætandi er ad blöd þessi kunna ad migla á leidinni. Þarf þá
ei annad enn skola þau sem snöggvast í siódheitu vatni, og brád-
þurka þau í vindi sólarlaust, ellegar í breíi inn á sier.
Ydar þ(énustu)r(eiðu)b(úinn) vin
Sveinn Pálsson
Þ. 14da Julii 1806.
JS. 156 4to
1 ísleifur Ásgrímsson (d. 1845) skáld, Svínafelli.
2 Árið 1880 kom út lítið rit eftir Jón Jónsson garðyrkjumann um nytsemi nokkurra jurta.
Þar er áþekk lýsing á meðferð skarfakáls og fleiri jurta í lækningaskyni. Höf. byggir
m. a. á Sveini Pálssyni.
Til Finns Magnússonar prófessors, Kaupmannahöfn
Reykiavík 10 Augusti — 1823
Dýrmæti gódi herra Professor!
.....Þú veitst jeg er alltíd frettafár. Allt af Kötlu1 færdu í Kl(austur)-
pósti. Jeg er hræddr þar af verdi eins margar útgáfr og frásögurnar
siást, því sinn hefir séd frá hvörri átt, og Communication milli Mýr-
dals — hvar jeg er — og Álptavers — hvar Katla ætíd skémmir mest
— var enn þá stoppud þá jeg fór heiman. Moltke2 narradi mig til
ad yfirsetia sier dagskruddu mína yfir hlaupid, og Kl(austur) pósts-
ins útgefari3 feck orig(inalen). Enn jeg er situeradur þar sem verst
gegndi, ad sönnu nær því riett undir henni, en sá þó minnst af hennar
dírd. Mér finnst annars sem hún nú — aldeilis hætt ad riúka sídan
þ. 19 Julii — ecki hafi giört 1/3 hluta ad verkum mót því fyrr, samt
spái eg ad hardindi fari í Hönd, þar grasbrestr er svo gífurlegr,