Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 46
46
HARALDUR SIGURÐSSON
Árið 1578 kom út Lögbók íslendinga, hin svonefnda Jónsbók. Ekki
átti biskup beinan þátt í útgerð hennar, enda var hún prentuð ,,eftir
bón og forlagi” Jóns lögmanns Jónssonar, sem ugglaust hefur fjallað
um útgáfuna.
Næstu árin birtust nokkrar guðsorðabækur, þeirra á meðal tvær af
bókum Gamla testamentisins í þýðingu Gissurar biskups Einarssonar.
Eftir það verður þriggja ára hlé, og er ekki vitað, að nokkrar bækur
hafi þá verið prentaðar á Hólum.
En árið 1584 rann upp sú mikla stund á ferli biskups, að lokið var
prentun Biblíunnar allrar. Þetta er gríðarmikil bók, 1444 blaðsíður í
stóru arkarbroti. Blaðsíðustærð 29 x 19 sm, ef málsgreinar ájöðrum eru
taldar með. Svo er talið, að sjö menn hafi unnið að prentun bókarinn-
ar í tvö ár, og telja fróðir menn, að það fái staðizt. Eintakafjöldi var
500 („firnrn hundruð tíræð, en tólfræð fjögur hundruð og tutt-
ugu”), eins og biskup segir sjálfur í minnisgrein. Bókin er prentuð í
þremur köflum, með sérstöku blaðsíðutali. Fyrst Gamla testamentið,
þá Spámannabækurnar og loks Nýja testamentið. Erlendur bók-
bindari var fenginn til þess að binda bókina, og batt hann helming
upplagsins. 120 eintök voru send til bands í Kaupmannahöfn, en af-
gangurinn falinn íslenzkum manni, sem lært hafði bókband af hinum
erlenda. Mörg eintök, sem enn eru til, hafa skipt síðar um band,
en þó eru til eintök í hinu upprunalega bandi. Biblían var dýr bók,
kostaði 8—12 dali, sem var geipiverð á þeim tíma og mundi svara til
tveggja eða þriggja kýrverða. Konungur veitti nokkurn styrk til prent-
smiðjunnar og bókaútgáfu biskups. Síðar veitti hann biskupi 100 rík-
isdala styrk beinlínis til útgáfu bókarinnar og bauð, að hver kirkja
skyldi leggja til útgáfunnar 1 ríkisdal og kaupa skyldi til hverrar
kirkju eina Biblíu og gjalda hana með 8—10 ríkisdölum eftir efnum
og ástæðum.
Til nýjunga heyrir það í íslenzkri bókaútgáfu, að Biblían var skreytt
27 myndum, og eru tvær þeirra tvíprentaðar, svo að myndirnar verða
alls 29. Upphafs- og skrautstafir eru við byrjun hverrar bókar og aðrir
viðhafnarminni við kapítulaskipti. Myndirnar eru allar ómerktar
nema ein af Sánkti Páli og umgerðin um titil bókarinnar, sem er
endurprentuð framan við Spámannabækurnar og Nýja testamentið.
Myndin af Sánkti Páli er mörkuð fangamarkinu G. Þ. og hin líklega
líka, þótt á því leiki meiri vafi. Löngum hefur verið talið, að Guð-
brandur hafi sjálfur skorið myndamótin að sumum þessara mynda að
minnsta kosti. Rannsókn Westergaard-Nielsens hefur þó leitt í ljós, að