Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 97
LANDSBÓKASAFNIÐ 1975
97
STARFSLIÐ Haraldur Sigurðsson bókavörður var í
launalausu orlofi fjóra fyrstu mánuði árs-
ins og vann þá að framhaldi verks síns um íslenzka kortasögu.
Guðrún Magnúsdóttir var ráðin til að gegna starfi Haralds í fjar-
veru hans.
Helgi Magnússon B.A. var skipaður bókavörður frá 1. október.
Hörður Vilhjálmsson ljósmyndari lét samkvæmt eigin ósk af starfi
sínu sem umsjónarmaður myndastofu safnsins frá 1. september.
Kristján Ólason var settur umsjónarmaður myndastofunnar frá 1.
október að telja.
NÝ STAÐA Heimild var veitt fyrir nýrri stöðu í flokkn-
um A- 14 frá 1. janúar 1975. í stöðuna
varð þó ekki ráðið endanlega á árinu, en heimild veitt til að laus-
ráða í hana til bráðabirgða.
ÚTGÁFUSTARFSEMI í síðustu Árbók var gerð grein fyrir
þeirri breytingu, sem orðin er eða er að
verða á útgáfu Árbókar safnsins. Sú Árbók, sem nú kemur út, er
hin fyrsta í nýjum flokki og inniheldur einungis nokkrar ritgerðir auk
skýrslu um starfsemi safnsins á liðnu ári. Bókaskráin hefur hins vegar
verið leyst frá og prentuð sérstök undir heitinu Islenzk bókaskrá, og
eru tvö hefti þegar komin, 1974 og 1975 (prentuð 1975 og 1976).
Samskrá um erlendan ritauka íslenzkra rannsóknarbókasafna kom
út eins og venjulega, í tveimur heftum tvisvar á ári, og gengur jafn-
harðan til fjölmargra stofnana og einstaklinga.
Landsbókasafn og Háskólabókasafn stóðu á árinu sameiginlega að
útgáfu skýrslu um hringborðsfund þann á vegum Norræna rann-
sóknarbókavarðasambandsins, er haldinn var í Reykjavík í október
1973. Nefnist skýrslan Pligtaflevering, Byttevirksomhed, Katalogi-
séring, og eru þar birt framsöguerindi og útdráttur úr umræðum.