Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 43

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 43
BÓKAGERÐ GUÐBRANDS ÞORLÁKSSONAR BISKUPS 43 um ekki hugmynd um að nokkru sinni hafi verið til. Þetta hvetur til varfærni í ályktunum um blöð þessi, þótt ekkert mæli gegn því, að þau kunni að vera úr Breviarium Holense. Jón Matthíasson varð prestur á Breiðabólstað í Vesturhópi 1535 eða þar um bil og þjónaði því embætti til dauðadags 1567. Prentsmiðjuna, sem eins og áður segir mun hafa verið hans eign, flutti hann með sér. Þar munu því prentaðar sumar af þeim bókum, sem Jón biskup stóð að. Eftirmaður Jóns biskups á Hólastóli var Ólafur biskup Hjaltason. Hann lét prenta að minnsta kosti þrjár bækur. Elzt þessara bóka er Passio, þat er píning vors herra Jesu Christi í sex predikanir út skipt af Antonio Corvino. Höfundurinn var Antonius Corvinus, og er bókin fjórða bindi af predikanasafni hans, hinni alkunnu Corvinus-postillu, sem mikið orð fór af, enda var höfundurinn einn af frömuðum siða- skiptanna við hlið Lúthers. Þýðingin er eftir Odd Gottskálksson og kom út 1559. Er hún elzt bók prentuð á Islandi, sem varðveitzt hefur, ef frá eru talin blöðin tvö, sem áður getur. Aðeins eitt eintak hennar er kunnugt og þó óheilt, því að bókarlok vantar, þar sem venja var að greina prentstað og útgáfuár, sem nú er oftast haft á titilblaði. Fyrir því eru þó traustar heimildir, að bókin hah verið prentuð á Breiða- bólstað fyrrgreint ár. Þrem árum síðar lét Ólafur biskup prenta nýja bók, hina svonefndu Guðspjallabók, sem er alþýðlegt heiti bókarinnar, því að titillinn er firnalangur eða sem svara mundi hálfri blaðsíðu í meðalstórri bók. Eitt eintak hennar er varðveitt og vantar þó mikið á, að bókin sé heil, þar á meðal niðurlagið. Fyrir því eru þó nokkurn veginn öruggar heimildir, að bókin hafi verið prentuð á Breiðabólstað 1562. Þriðja bókin var Catechismus, sem prentuð var sama ár, en ekkert eintak hennar er nú kunnugt. Síðasta eintakið, sem menn hafa spurnir af, var selt á uppboði eftir Harboe biskup. Loks hefur verið látið að því liggja, að Ólafur biskup Hjaltason hafi látið prenta sálmasafn, þó engar sögur fari af því. Meðan þessu vatt fram, voru allmargar íslenzkar bækur prentaðar erlendis. Skálholtsmenn, sem höfðu enga prentsmiðju, stóðu að útgáfu þeirra, því að þeim þótti full nauðsyn að festa hinn nýja sið í hugum landsmanna. Merkust þessara bóka var Nýja testamentið í þýðingu Odds Gottskálkssonar. Það var prentað í Hróarskeldu árið 1540 og er elzt prentbók á íslenzku, sem um er vitað. En vegna þess að þær eru íslenzkri prentsögu óviðkomandi, verður ekki vikið frekar að þeim hér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.