Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Síða 59

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Síða 59
BÓKASPJALL 59 Þannig eru þessar tvær miklu bækur, sem hér um ræðir, ekki langt undan, þótt Guðbrandur kæmist líklega aldrei í beina snertingu við aðra þeirra, Flateyjarbók. Haraldur Sigurðsson bókavörður hélt hér fyrir viku erindi um Guðbrand biskup og bókagerð hans, og mun ég því ekki ræða nema mjög lítillega um hann, en þar er auðvitað af mjög miklu að taka. Á sama hátt og handrit miðalda urðu fyrirmyndir frumkvöðla prentlistarinnar á 15. öld, hafði sá fjöldi handrita, er til var á íslandi á 16. öld, tvímælalaust mikil áhrif á brautryðjendur hinnar merku nýjungar úti hér. Bókagerð var þeim á engan hátt framandi, heldur einungis sú tækni, er nú skyldi við hana beitt. Stórhugur Guðbrands biskups, er hann ræðst í útgáfu biblíunnar allrar á íslenzka tungu, er í ætt við bókagerð Jóns Hákonarsonar og hans líka nokkrum manns- öldrum fyrr. Ljóst er af síðustu erfðaskrá, er Guðbrandur biskup gerði 1611 og undirrituð var 14. desember 1612, að hann hefur ætlað elzta syni sínum, Páli, að taka til sín ,,það allt prentverks og bókbands verk- færum tilheyrir---------, ef hann hefur vilja og manndóm því uppi að halda, en sé það ekki, blíh það hér vel geymt og forvarað, ef ske mætti þeir eftir koma vildu láta nokkuð prenta guði til lofs, en góð- um mönnum til gagns.“ Svo fór, að Páll dó 1621, sex árum á undan föður sínum, og kom fyrst í hlut dóttursonar biskups, Þorláks biskups Skúlasonar, og síðan sona hans, biskupanna Gísla og Þórðar, að halda merki Guðbrands á loft, en einn niðji Páls Guðbrandssonar, sonarsonur hans, Páll lög- maður og skáld Vídalín, lét málefni prentverksins til sín taka á önd- verðri 18. öld, og er af því talsverð saga, sem hér verður þó ekki tíunduð. Sá þráður, sem hér hefur verið rakinn og er auðvitað aðeins einn af fjölmörgum, er rekja mætti á líkan hátt, sýnir, hvernig ein bókin leið- ir af sér aðra og um þær gildir hið sama og segir í Hávamálum: orð mér af orði orðs leitaði, verks mér af verki verks — Prentlistin olli vitaskuld straumhvörfum á íslandi sem annars staðar, en þó bendir jafnframt margt til þess, að hin forna ástríða ís- lendinga að festa ýmsan fróðleik á blað haíi lifað lengur og með sér-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.