Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 77

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 77
NORDAHL GRIEG OG FRIHETEN 77 sem hamingjurík heimkoma, draumur landnemanna eftir margra vikna siglingu yfir stormasamt haf.“ Þegar Nordahl Grieg kemur hingað til lands öðru sinni, var hann orðinn mörgum kunnur fyrir skáldskap sinn. Á íslenzku höfðu birzt eftir hann kvæðið Vatnið í Alþýðublaðinu 1933 og Sikill í Rauðum pennum 1935. Þýðandi var Magnús Ásgeirsson, og eru kvæðin end- urprentuð í bók hans Þýdd Ijóð, 4. b. 1935, og auk þess er þar kvæð- ið Skálinn á heiðinni. I Dvöl 1936 birtist kvæðið Reiðhjólið í þýðingu Hrólfs úr Eyjum. Eins og kunnugt er, hernámu Bretar Island 10. maí 1940. Mikið hefur verið fjallað um hernaðarþýðingu landsins og svo er enn. Aíeð samningi Islendinga við Bandaríkjamenn, sem þá voru ekki orðnir þátttakendur í heimsstyrjöldinni, tóku þeir að sér hervernd íslands frá 7. október 1941. Nokkrir Norðmenn komu til Islands eftir ósigurinn í heimalandinu. Norska herdeildin var í öndverðu einungis skipuð tólf mönnum. Smám saman fjölgaði þeim. Sjómenn sigldu skútum sínum frá norðurslóðum til íslenzkra hafna. Með Bandaríkja- mönnum komu síðar norskir flugmenn, sem höfðu aðalbækistöð á Akureyri. Kjörorð norsku flugdeildarinnar var: „Gerið höfin trygg.“ Nordahl Grieg átti hér viðtal við íslenzka blaðamenn, kom fram í útvarpi og las upp ljóð sín í hátíðasal Háskóla íslands. Honum varð fljótt vel til vina. Ríkisstjórnin bauð honum að búa á Þing- völlum. Hann kynntist íslenzkum leikurum, sem sendu Gerd sím- skeyti og báðu hana að koma til íslands. Til Reykjavíkur kom hún með „Lyru“ í júní, en þá var Nordahl Grieg farinn til Jan Mayen í heimullegum erindum á vegum hersins. Ætlunin var að koma þar upp sendistöð. Á Jan Mayen yrkir hann kvæðið 0ja i ishavet. Þessi eru lokaerindin: Land vort er útsker eitt andviðra bækistöð, dægur vort draumum svipt drápið vort skyldukvöð, svo megi framtíð frjáls fagna við lauf og korn heiðari og hlýrri öld handan við feril vorn. Hlutverk Gerd Grieg á Islandi var ekki einungis það að setja leikrit á svið, heldur einnig að skemmta norskum hermönnum. Hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.