Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Side 8

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Side 8
8 SIGURÐUR ÞÓRARINSSON neder aff Luften oc icke kunde fluffue/ men krob paa Jorden ligesom Orme“. Þessa er ekki getið í íslenzku frásögninni af þessum gosdegi, en í því yfirliti um afleiðingar gossins i heild, sem birt er á eftir dag- bókinni um gang gossins, er þess getið, að fuglar hafi skriðið og flökt með jörðinni „álíka og þegar fuglsungar fyrst flug læra“. Þá segir í danska kverinu í frásögn af gosinu 10. september, að í jarðskjálftum samfara þessu gosi hafi það skeð, að „adskillis oc i tu gick et stort forfærdeligt Bierg/ huilcket gamle Mænd haffuer kiend helt tilforne“. Þessa er hvergi getið í frásögnunum í S. t. s. ísl. Þá er þess og getið í danska kverinu, að sá sandur, sem upp úr eldfjallinu kom „floy offuer til Norrig/ paa atskillige steder“. Þessa er hvergi getið í íslenzku skýrslunum. Hins vegar er þess getið í öðru af tveim handritum Gísla Oddssonar af Annalium Farrago, því er Halldór Hermannsson teiur hið eldra þeirra, að aska hafi komizt til Noregs (Islandica X, 23, 29). Björn á Skarðsá segir, að spurzt hafi að utan um öskufall í Björgvin og „einnin þeir, sem sigldu héðan fyrir norðan, sögðu, að öskufall hefði komið á sín skip í hafinu, svo seglin urðu svört sem bik“. Björn nefnir og, að skruggur hafi heyrzt norður í land og víða hafi brugðið fyrir eldi norður undan, en lýsinguna á gosinu hefur hann að öðru leyti alla úr skrifi hins vísa og vitra manns, Þorsteins Magnússonar. Með þeim fyrirvara, að ég hef ekki lesið þau handrit, sem Þor- valdur Thoroddsen lét prenta eftir í S. t. s. Isl., virðist mér mega draga þá ályktun, að sú frásögn af gosinu, sem danska kverið er út- dráttur úr, sé ekki sú, sem prentuð er eftir því kveri, er Þorsteinn sendi séra Ólafi á Söndum. Líklegast þykir mér, að þá skýrslu, sem útdrátturinn er úr, hafi hann sent Gísla Magnússyni og sömu skýrslu með svolítið breyttu orðalagi á stöku stað hafi hann síðar sent séra Ólafi ásamt viðbótarskýrslunni, sem dagsett er 4. marz 1626. Gísþ getur þess í Annalium Farrago, að Heldvaderus hafi skýrt frá gosinu á prenti á dönsku, og hefur honum því verið kunnugt um danska kverið. Hver gert hafi þennan danska útdrátt, verður vart úr skorið. Koma þeir fyrst og fremst til greina, sem Þorsteinn nefnir í skrifum sínum 15. september, þ. e. Gísli Oddsson, Oddur biskup faðir hans, lögmaðurinn að Bræðratungu og Niels Hansson umboðsmaður kon- ungs að Bessastöðum. Útdrátturinn er mjög samvizkusamlega gerður. Á einum stað er þýðingarvilla, sem bendir fremur til að Dani en Islendingur hafi þýtt og mislesið: „þverhandarþykkt“ er á dönskunni „hen ved 3- Hændertyck“. Hins vegar er ,,um það bil sem úti voru mjaltir“ þýtt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.