Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Síða 8
8
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON
neder aff Luften oc icke kunde fluffue/ men krob paa Jorden ligesom
Orme“. Þessa er ekki getið í íslenzku frásögninni af þessum gosdegi,
en í því yfirliti um afleiðingar gossins i heild, sem birt er á eftir dag-
bókinni um gang gossins, er þess getið, að fuglar hafi skriðið og flökt
með jörðinni „álíka og þegar fuglsungar fyrst flug læra“. Þá segir í
danska kverinu í frásögn af gosinu 10. september, að í jarðskjálftum
samfara þessu gosi hafi það skeð, að „adskillis oc i tu gick et stort
forfærdeligt Bierg/ huilcket gamle Mænd haffuer kiend helt tilforne“.
Þessa er hvergi getið í frásögnunum í S. t. s. ísl. Þá er þess og getið í
danska kverinu, að sá sandur, sem upp úr eldfjallinu kom „floy offuer
til Norrig/ paa atskillige steder“. Þessa er hvergi getið í íslenzku
skýrslunum. Hins vegar er þess getið í öðru af tveim handritum Gísla
Oddssonar af Annalium Farrago, því er Halldór Hermannsson teiur
hið eldra þeirra, að aska hafi komizt til Noregs (Islandica X, 23, 29).
Björn á Skarðsá segir, að spurzt hafi að utan um öskufall í Björgvin
og „einnin þeir, sem sigldu héðan fyrir norðan, sögðu, að öskufall
hefði komið á sín skip í hafinu, svo seglin urðu svört sem bik“. Björn
nefnir og, að skruggur hafi heyrzt norður í land og víða hafi brugðið
fyrir eldi norður undan, en lýsinguna á gosinu hefur hann að öðru
leyti alla úr skrifi hins vísa og vitra manns, Þorsteins Magnússonar.
Með þeim fyrirvara, að ég hef ekki lesið þau handrit, sem Þor-
valdur Thoroddsen lét prenta eftir í S. t. s. Isl., virðist mér mega
draga þá ályktun, að sú frásögn af gosinu, sem danska kverið er út-
dráttur úr, sé ekki sú, sem prentuð er eftir því kveri, er Þorsteinn
sendi séra Ólafi á Söndum. Líklegast þykir mér, að þá skýrslu, sem
útdrátturinn er úr, hafi hann sent Gísla Magnússyni og sömu skýrslu
með svolítið breyttu orðalagi á stöku stað hafi hann síðar sent séra
Ólafi ásamt viðbótarskýrslunni, sem dagsett er 4. marz 1626. Gísþ
getur þess í Annalium Farrago, að Heldvaderus hafi skýrt frá gosinu
á prenti á dönsku, og hefur honum því verið kunnugt um danska
kverið. Hver gert hafi þennan danska útdrátt, verður vart úr skorið.
Koma þeir fyrst og fremst til greina, sem Þorsteinn nefnir í skrifum
sínum 15. september, þ. e. Gísli Oddsson, Oddur biskup faðir hans,
lögmaðurinn að Bræðratungu og Niels Hansson umboðsmaður kon-
ungs að Bessastöðum.
Útdrátturinn er mjög samvizkusamlega gerður. Á einum stað er
þýðingarvilla, sem bendir fremur til að Dani en Islendingur hafi
þýtt og mislesið: „þverhandarþykkt“ er á dönskunni „hen ved 3-
Hændertyck“. Hins vegar er ,,um það bil sem úti voru mjaltir“ þýtt