Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 69

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 69
NORDAHL GRIEG OG FRIHETEN 69 Seinni skáldsaga Nordahls Grieg, Ung má verden ennu være, á að gefa eins konar spegilmynd af stjórnmálum Evrópu á 4. tug aldarinnar. Sagan gerist í Rússlandi, Englandi, á Spáni, í Frakklandi, Svíþjóð og Noregi. Bókin kom út í þýðingu Jóns Helgasonar ritstjóra árið 1945, Vor um alla veröld. Útgefandi var Bókabúð Rikku, Akureyri. Bókartitillinn er tekinn úr ljóði eftir Henrik Wergeland. Árið 1927 komu út tvö leikrit eftir Nordahl Grieg. Þau voru bæði sett á svið í norska þjóðleikhúsinu, en hlutu litla aðsókn. Það var ekki fyrr en með leikritinu Vár œre og vár makt, sem Nordahl Grieg vekur verulega athygli sem leikritaskáld. Leikritið fjallar um verzl- unarflota Norðmanna og er bitur ádeila á útgerðarmennina, sem meira hirða um gróða en mannslíf. Áþekkt efni er einnig tekið fyrir í öðru leikriti hans, Men imorgen. Þetta leikrit var flutt 1. maí 1950 í útvarpinu í þýðingu Sverris Kristjánssonar, En á morgun er aftur dagur. Leikritið Barrabas var flutt í útvarpinu 1. nóvember 1952. Þýðandi var Tómas Guðmundsson. Þekktasta leikrit Nordahls Grieg er tvímælalaust Nederlaget (Ósig- urinn). Leikritið gerist í París. Það fjallar um svonefnda Parísar- kommúnu, valdatöku verkalýðsins 1871, sem stóð aðeins í 70 daga, en var síðan brotin á bak aftur eftir blóðuga bardaga. — Höfund- urinn sýndi ritstjóra Rauðra penna þá vinsemd að senda til birtingar kafla úr þessu leikriti. Hann er prentaður í tímaritinu árið 1936, Delescluze á götuviginu, í þýðingu Þorsteins Ö. Stephensen. Ári síðar er leikritið gefið út í Noregi, sýnt í Þjóðleikhúsinu þar og víðar á Norðurlöndum. I íslenzka ríkisútvarpinu var leikritið flutt 6. maí 1944 og 1. maí 1945. Þýðendur voru Lárus Pálsson og Þorsteinn Ö. Stephensen, en sá fyrrnefndi leikstjóri. Norðmenn hafa gert kvikmynd eftir leikritinu, og var hún sýnd í íslenzka sjónvarpinu 1. maí 1972. Nordahl Grieg var mikill ferðalangur. Hann vildi kynnast lífinu af eigin raun. í Kína dvelst hann árið 1927 og lýsir reynslu sinni í bókinni Kinesiske dage. I Sovét-ríkjunum dvaldist hann frá því í janúar 1933 til desember 1934. Skáldinu var vel tekið af kommún- istum, sem mátu mikils þennan fulltrúa norskra rithöfunda. Hann bjó í íbúð rússneska rithöfundarins Boris Pilniak, sem hvarí af sjónar- sviðinu í einni útrýmingarherferð Rússa í lok 4. tugs aldarinnar. Nordahl Grieg var aldrei flokksbundinn kommúnisti. Ég hygg, að Tómas Guðmundsson fari nærri urn tilgang hans í formála fyrir Fri- heten. Þar segir m. a.: „Og eins og föðurlandið, sem jafnan hafði átt svo mikið af ást hans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.