Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 91

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 91
LANDSBÓKASAFNIÐ 1975 91 Davíð Björnsson fyrrv. bóksali í Winnipeg jók enn safn eigin hand- rita marg\'íslegra, er hann hefur sent Landsbókasafni að gjöf um langt árabil. Eitt rímað bænarkorn eftir Þórberg Þórðarson, eiginhandarrit. Gjöf Málfríðar Einarsdóttur. Hún afhenti einnig eitt sendibréf, er henni hafði borizt frá ömmu sinni, Þuríði Jónsdóttur á Svarfhóli. Tíu bréf Ber.edikts Jónssonar á Auðnum til Sigurgeirs Friðriks- sonar bókavarðar. Gjöf Malínar Á. Hjartardóttur, ekkju Sigurgeirs, um hendur Hannesar Gamalíelssonar dómvarðar. Pétur Gautur Kristjánsson lögfræðingur og kennari í Keflavík af- henti að gjöf bréfasafn og fleiri gögn úr fórum föðurafa síns, Stein- gríms Jónssonar bæjarfógeta á Akureyri, ennfremur dagbók móður- afa síns Th. Chr. Imslands kaupmanns á Seyðisfirði um árin 1907—11. Dr. Finnur Sigmundsson afhenti kassa með ýmsu efni, m. a. nokkrum rímnabókum. Hann afhenti ennfremur í vélriti fimm bréf Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar til Helgu S. Freeman (Undínu), og hafði Snæbjörn Jónsson gefið Finni. Jóhann Gunnar Ólafsson fyrrum bæjarfógeti á Isafirði gaf handrit endurminninga Sigurðar Jónssonar frá Syðstu-Mörk í sex heftum. Endurminningar Sigurðar voru prentaðar á ísafirði 1950, en hann lézt vestan hafs, í Norður-Dakota. Jóhann Gunnar afhenti ennfremur ýmis bréf til Helga Jónssonar verzlunarstjóra í Vestmannaeyjum, þá og „Sálma- og kvæðakveð- skap“, frá Erni Arnaisyni til gefanda, og loks „Monarqia eða Persa- kónga Einvaldsstjórn ...“ með hendi Eyþórs Felixsonar kaupmanns í Reykjavík 1855, afa Jóhanns Gunnars. Frú Þóra Vigfúsdóttir, ekkja Kristins E. Andréssonar magisters, færði Landsbókasafni að gjöf safn sendibréfa til hans. Einar Bragi skáld gaf handrit 1. og 3. bindis safnverks síns Þá var öldin önnur, ennfremur drög að ritgerð um Stefán Jónsson, er birtist í Ritsafni Stefáns 1972. Kjartan Þórðarson, nú vistmaður á Hrafnistu, gaf dagbækur o. fl. úr fórum föður síns, Þórðar Erlendssonar, fyrrum húsvarðar við Lærða skólann í Reykjavík. Skúli Jónsson á Selfossi gaf kver um grasalækningar o. fl., komið úr búi Jóns Bjarnasonar í Þórormstungu, langafa gefanda. Kristján Sigtryggsson skólastjóri í Kópavogi afhenti „Fimmtíu sálmalög. Eins og þau voru sungin á Vestfjörðum á síðari hluta nítjándu aldar. Kristinn Guðlaugsson færði í letur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.