Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 42
42
HARALDUR SIGURÐSSON
skiptanna. Líklega hefur hann átt prentsmiðjuna sjálfur, enda tíðk-
aðist það mjög, að farandprentarar, sem margir voru um leið lær-
dómsmenn, færu stað úr stað með prenttæki sín og pappír. Á áfanga-
stöðum unnu þeir langa tíma eða skamma eftir atvikum, tóku sig
síðan upp og héldu til næsta bæjar, þegar verkefni þraut.
Prentsmiðja séra Jóns hefur áreiðanlega verið vanbúin að letri og
tækjum. Af meginmálsletri hefur hún ekki átt nema eina stærð af svo-
nefndu Schw abacher-letri, sem sumir hafa nefnt Svávalækjarletur, og
virðist það hafa verið óvandað að gerð. Þá mun hann hafa átt eitt-
hvert hrafl af öðrurn letrum, skreytistöfum og greinirósum. Hallbjörn
Halldórsson áætlar, að allur farningur prentsmiðjunnar hafi ekki
verið nema „hóflegar klyfjar á tvo tveggja grjónatunnu hesta“, en
svo voru stundum nefndir hestar, er þóttu í traustara lagi til áburðar.
Einhverjum, sem liti inn í prentsmiðjubákn okkar tíma, mundi þykja
snautlegt, ef hann mætti að því loknu líta inn í þessa fyrstu prent-
smiðju landsins.
Fátt er vitað urn, hverjar bækur voru fyrst prentaðar. Arngrímur
lærði segir, að Jón biskup hafi látið prenta „lesbók yfir guðspjöll og
sunnudagapistla . . . þar að auki nokkur andleg kvæði og, að sögn
manna, handbók presta, enn fremur ef til vill eitt og annað smárit“.
Þetta er allt svo lauslegt, að ekki verða hendur festar á né vitað, við
hvað er átt. Sæmilega traustar heimildir eru þó fyrir tveimur bókum.
Onnur þeirra var messubók, venjulega nefnd Breviarium Holense.
Síðasta eintak hennar fórst í brunanum mikla í Kaupmannahöfn
1728, þar sem hún brann með bókasafni Árna Magnússonar. Hin
bókin er „Fjórir guðspjallamenn, er biskup Jón gamli að Hólum lét
útleggja og þrykkja sem hans formáli útvísar, ef þar finnst nokkurt
exemplar.“ Torfi Jónsson prestur í Gaulverjabæ segir, að hún hafi
verið lögð í kistu með Brynjólfi biskupi Sveinssyni, og er hennar þar
að leita. Ekkert blað er nú kunnugt með fullri vissu úr bókum þeim,
er Jón Arason lét prenta. Fyrir allmörgum árum fundust tvö blöð úr
ókunnri messubók í spjöldum á íslenzku handriti, er hafði borizt til
Svíþjóðar. Margir hafa það fyrir satt, að þau séu úr Breviarium
Holense. Letur er hið sama og á bókum þeim, sem prentaðar voru
eftir lát Jóns biskups í prentsmiðju Jóns Matthíassonar á Breiðaból-
stað í Vesturhópi. Letrið hefur ugglaust verið algengt um þessar
mundir, og mikill fjöldi bóka, sem við vitum að var gerður um þessar
mundir, er nú ókunnur. Hinar eru ef til vill litlu færri, sem við höf-