Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 71

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 71
NORDAHL GRIEG OG FRIHETEN 71 Flagget. Davíð Stefánsson þýddi þessa bók, og ber hún titilinn Fáni Noregs. Helgafell gaf hana út 1948. Gerd Grieg tókst að komast frá Noregi til Svíþjóðar og þaðan til Englands. Hún kom til London 18. júní 1940, og þar beið Nordahl Grieg hennar á brautarstöð. Þau gengu í hjónaband nokkrum dög- um síðar. Kynni þeirra hófust sex árum áður í Noregi, og hafði Gerd Grieg fylgzt með rithöfundarferli eiginmannsins, einkum leikritagerð hans. Það beið þeirra enginn bústaður eftir brúðkaupið, og þau tóku sér herbergi á leigu í gistihúsi. Gerd Grieg fæddist í Bergen 1895. Faðir hennar var Adam Egede- Nissen. Hann var af sömu ætt og trúboðinn Hans Egede. Gerd hóf leikstörf hjá Þjóðleikhúsinu í Ósló árið 1910. Hún lék fjölmörg hlut- verk og varð ein af þekktustu leikkonum Norðmanna. Hún dró sig í hlé frá leikstörfum 1918-1927. Þegar hún kom aftur fram á leiksviðið 1928 og síðar, náði hún enn betri tökum á hlutverkum sínum en fyrr, og fræg varð hún fyrir góða túlkun á kvenpersónum í sumum leikritum Ibsens. Nordahl Grieg gaf sig fljótt fram til starfa fyrir herinn. Honum var í fyrstu fálega tekið við norska sendiráðið í London og galt þess að vera talinn kommúnisti. Sá eíi hvarf þó brátt, að hann væri ekki heill í störfum sínum fyrir Noreg. Margir Norðmenn höfðu flúið land og haldið til Englands. Stærsta framlag Noregs til baráttunn- ar gegn Þjóðverjum var verzlunarfloti þeirra, en 2/5 hluta hans höfðu norskir skipaeigendur leigt Bretum í nóvember 1939. Milli þrjátíu til fjörutíu þúsund norskir sjómenn fylgdu flotanum í stríðsbyrjun. Fljótlega var komið upp æfingabúðum fyrir norska hermenn í Dum- íries á Skotlandi. Fyrsta ljóðið, sem Nordahl Grieg orti í London, var helgað norska hernum, Sang til den norske hœr i Skottland. I þessu ljóði og öðrum, sem hann yrkir í útlégðinni, minnist hann oft á frels- ið. Skáldið heitir því að færa Noregi frelsið að gjöf, þegar hermenn- irnir snúa aftur heim. Olav Rytter, fyrrv. ritstjóri Norsk Tidend og dagskrárstjóri út- varps Norðmanna í London, hvatti Nordahl Grieg til þess að safna saman ljóðum útlegðaráranna og gefa þau síðar út í bók, er heita skyldi Friheten. Þá hafði hann aðeins ort síðastnefnda kvæðið og 17. mai 1940. Nafngiftin hefur fallið honum vel í geð, og öll bókin má heita óður til frelsisins. Næsta kvæðið er ort í ágúst 1940. Það heitir Eidsvoll og Norge. Eiðsvöllur er kunnur af frelsisbaráttu Norðmanna og er þeim jafn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.