Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 80
80
ÓLAFUR F. HJARTAR
fékk hann það hlutverk að halda með Hákoni konungi til Eng-
lands. Hann þjálfaði norska hermenn í Skotlandi og síðar í Kanada.
Þar lézt hann árið 1942. Grieg yrkir um hann kvæði, General Fleischer.
Útlæg hans aska bíður
ættmoldar, bak við höf.
Enn kunna ár að líða,
áður en hún fær gröf.
En þeir, sem næst sækja að Narvík
í norskum innrásarher,
hafa yfir hjarnbleik fjöllin
hjartað í fylgd með sér.
Nordahl Grieg hafði loforð fyrir útgáfu ljóða sinna hjá Helgafelli í
Reykjavík og Bonnier í Stokkhólmi. Hann lagði allt kapp á að ljúka
við ljóðasafnið. Hann hugðist yrkja ljóð um Island, en það fór svo,
að það barst ekki þangað, þegar bókin Friheten var gefin út. Grieg hafði
sótt um leyfi til að fljúga með brezkum árásarflugvélum yfir Þýzka-
land. Það tók hann langan tíma að fá slíkt leyfi, en það var að lok-
um veitt.
Gerd Grieg fór aftur til Islands í apríl 1943. Leikritið Veizlan á
Sólhaugum eftir Ibsen var sýnt á vegum Norræna félagsins á leiksviði.
Gerd var leikstjóri. Til London kom hún aftur í júní 1943. Þau hjón-
in dvöldu nokkra daga í London. En skáldið yfirgaf borgina til þess að
fá betra næði til að yrkja. Hann bjó um skeið í litlurn bæ, Tewkes-
bury skammt frá Stratford on Avon. Leið Gerd lá til Skotlands til
þess að undirbúa skemmtiskrá fyrir norska hermenn. Síðar um sum-
arið gátu þau verið saman í Invershin í Norður-Skotlandi um hálfan
mánuð. Grieg var með allan hugann við hið nýja ljóðasafn. Hann
hafði nú lokið við hið stóra kvæði, Wergelandsfanen, og einnig kvæðið
um Viggo Hansteen.
Gerd Grieg fór til íslands í október 1943. Hún var leikstjóri hjá
Leikfélagi Reykjavíkur og fór með aðalhlutverk íPaul Lange og Tora
Parsberg eftir Björnson. Hún leiðbeindi einnig við æfingar á Pétri
Gaut eftir Ibsen, en ekki var leikritið allt sýnt.
1. nóvember 1943 skrifar Nordahl Grieg konu sinni, að varla geti
hann sent íslandsljóðið að sinni. Meðan Gerd dvaldi hér, var byrjað að
setja ljóðin. Grieg hafði í hyggju að fara til íslands og lesa prófarkir.
Hann hafði stöðugt bréfasamband við konu sína varðandi útgáfuna.