Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 70

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 70
70 ÓLAFUR F. HJARTAR og áhyggjum, varð honum á örlagastund inntak og tákn allra þeirra verðmæta mannlegs lífs, sem hann hafði frá fyrstu tíð borið fyrir brjósti, var röddin, sem kvaddi hann til vopna hinn eftirminnilega dag, 9. apríl 1940, og lagði honum á tungu þau harmsáru og brenn- andi ljóð, er söfnuðu þjóð hans saman til einhuga baráttu gegn of- beldi og kúgun, í rauninni engin önnur en sú, er jafnan hafði kvatt hann þangað, sem hann vissi mannkynið í hættu statt og frelsi og rétt- indi vera fyrir borð borin. Þessi rödd kallaði hann ungan á vettvang, þegar byltingin geisaði í Kína á árunum 1926—1927, og löngu seinna til Spánar, þegar hersveitir einræðisins hófu þar hina villimannlegu styrjöld gegn menningu og lýðræði. En þessi sama rödd kallaði hann einnig á sínum tíma til langrar dvalar í Sovétlýðveldunum. Nor- dahl Grieg varð að sjá með eigin augum, hvers mannkynið mætti vænta sér af því, sem þar var að gerast. Og þessi eldmóður hins leitandi manns, þessi samvizkunnar órólega rödd, sem aldrei sofnaði í brjósti hans, var ekki túlkun kerfisbundinna kennisetninga eða pólitískra trúaratriða. Hún átti allan uppruna sinn í ást hans á því lífi, sem hafði trúað honum fyrir sér, hver þjáning þess kallaði á alla hans samúð, hver árás, sem því var búin, kallaði hann til varnar og beindi öllum hans vilja, öllu lífi hans og list, til eldlegrar baráttu gegn óvinum mannkynsins, harðstjórn og grimmd. Slíkur maður á ekki skyldum að gegna í þeirri baráttu, heldur heimtingu á því að íörna öllu, jafnvel lífi sínu, fyrir hana.“ Nordahl Grieg var staddur ásamt leikkonunni Gerd Grieg í nám- unda við Ósló innrásardaginn 9. apríl. Þau fóru til borgarinnar, en yfirgáfu hana fljótlega daginn eftir. Nordahl Grieg var þess full- viss, að Vidkun Quisling mundi láta handtaka hann strax og færi gæf- ist. I tímaritinu Veien frem hafði hann árið 1936 skrifað hvassa grein um Quisling, Hvordan en forer blir til. Þar varar hann landa sína við nazistum í Noregi. Eftir dvöl sína á Spáni var hann sannfærður um, hvert stefndi, en hann talaði fyrir daufum eyrum. Nordahl Grieg gaf sig þegar fram til herþjónustu. Hann lagði allt kapp á að komast til Finnmerkur, því að þar hafði hann dvalið, þegar hann leysti af hendi herskyldu. Hann átti síðar þátt í að flytja gullforða Norðmanna á brezkum bryndreka til Englands. Sá flutningur tókst giftusamlega, þrátt fyrir allar hættur sem leyndust á hafinu. Gullið var þvínæst jafngildi 240 milljóna norskra króna. Hann skrif- aði frásögn af þessari för og nefndi Guldtransporten. Síðar birtist þessi frásögn ásamt ýmsum öðrum atvikum úr stríðinu í greinasafninu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.