Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 40

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 40
HARALDUR SIGURÐSSON Fjögurra alda afmæli bókagerðar Guðbrands Þorlákssonar biskups 1575 — 1975 Erindi flutt á Gutenbergssýningu að Kjarvalsstöðum 13. nóvember 1975 Sextánda öldin var merkistími í sögu mannkynsins. Hún var öld húmanismans, landafundanna og siðaskiptanna. Hún stendur okkur ef til vill nær en flest önnur tímabil genginna alda. Landkönnuðir hennar lögðu jörðina að fótum sér, en sporgöngumenn þeirra á okkar dögum beina farkosti sínum út í geiminn með framandi jarðir fyrir stafni. Þrætubókarlist 16. aldar manna er dálítið brosleg í okkar aug- um. Viðfangsefnin fyrnd eða gleymd flestum nema sérfræðingum, enda minna sum þeirra helzti mikið á barn, sem gengur með stokki og þorir ekki að sleppa handfestunni. En við skulum hafa það hug- fast, að ef til vill eiga komandi kynslóðir eftir að líta á allt okkar brambolt með svipuðum augum. Sá heimur, sem 16. aldar menn lögðu undirstöður að, hrundi í stvrjöldum hinnar 20., og við stöndum eins og þeir frammi fyrir þeim vanda að reisa nýjan heim á rústum fortíðarinnar. Hamingjan má vita, hvort okkur auðnast að byggja betur og traustara en þeir. Þegar kom til endurmats allra verðmæta, sem fylgdi í slóð húman- ismans, varð prentlistin einn gildasti þátturinn. Bókagerð var að sönnu ekkert nýmæli. Bækur höfðu menn gert öldum saman á papírus, bókfell og að lokum á pappír. En það var seinlegt að skrifa þær upp, eitt eintak í senn, og útbreiðslan hlaut því að verða fjarska takmörk- uð og bækurnar ákaflega dýrar. Við skulum reyna að gera okkur í hugarlund, svo að nefnd sé bók, sem flestir eða allir þekkja, hvað mundi kosta að efna til uppskriftar á Biblíunni á bókfell áður en pappír kom til sögunnar. Til þess þurfti í fyrstu atrennu að skera 361 kálf og verka skinnin áður en kom til fjaðrapennans og byrjað var að skrifa og lýsa upphafsstafi og draga annað skraut, sem hæfa þótti virðulegri bók. Hér er miðað við blaðsíðutal í Guðbrandsbiblíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.