Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 60
60
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
Bókakista Gísla Konráðssonar, nú varðveitt í handritasal Landsbókasafns.
stæðara hætti hér á landi en víðast hvar annars staðar. Mætti raunar
segja, að til hafi verið á Islandi allt fram undir okkar daga menn, er
viðurkenndu naumast prentlistina. Ég ætla að lokum að nefna tvö
talandi og alkunn dæmi um þetta frá síðari tímum máli mínu til skýr-
ingar, þá Gísla Konráðsson og Sighvat Grímsson Borgfirðing.
Til eru í Landsbókasafni (Lbs. 3722—23 4to) fyrstu sex hlutar
Árbókar Jóns Espólíns með hendi Gísla Konráðssonar, er gerir svo-
fellda grein fyrir verkinu:
„Árbækur þessar frá 1300—1744 hefir ritað Gísli Konráðsson að
Bakka í Vallhólmi, eptir því fyrsta frumriti höfundarins Espólíns
hins Fróða, handa Boga stúdent Benedictssyni á Staðarfelli, fyrir
milligaungu vinar hans Jóns prófasts Konráðssonar á Mælifelli, er
borgaði á ark hvert hálfan annan fisk í Landaurum — Og byrjaði
Gísli að rita á Jólaföstu 1818 og endaði — Viku fyrir Sumar 1819 —-
enn gjörði alla nauðsynja vinnu þess utan á heimilinu sem einyrki,
auk annara skripta — og ætlar Gísli, að handrit þetta sje hið réttaza og
réttara enn hinar prentuðu Árbækur, því hann sá höfundinn sjálf-
ann víða rjetta mannanöfn í Árbók þeirri, er hann fjekk frá Bók-
menntafélaginu í K.m.höfn í Vyrðingar skyni sem höfundur árlega