Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 66
66
ÓLAFUR F. HJARTAR
Vér fundum, er áþj'ánin ægði,
hve andþrengslin sóttu oss heim
sem köfnun í sokknum kafbát.
Vér kunnum ei dauða þeim.
Því verri en byggðanna bruni
er sú bölvun, sem enginn sér,
en vefur í eitruðum eimi
hvern afdal og tind og sker:
Af njósnum og uppljóstursótta
er orðið í Noregi reimt.
Vér áttum oss aðra drauma,
og aldrei verður þeim gleymt.
Vér erjuðum landið til eignar,
unz ávöxt gaf rnold og sær,
með striti, er þann veikleika vakti,
að virða hvert líf, sem grær.
Sem storkun við tímans stefnu
var starf vort friðinum vígt.
— Og riddarar rústa og dauða
hafa rétt til að hæða slíkt.
Nú er fyrir andrými barizt!
Og allir vér treystum því,
að Norðmenn nái enn þá að anda
í einingu og frelsi á ný. —
Vér fjarlægðumst frændurna syðra,
föla og úrvinda menn.
Til þeirra sé kall vort og kveðja:
Vér komum til yðar senn!
Hér blessum vér minning hvers bróður,
sem blóð fyrir frið vorn gaf,
hvers hermanns, er blæddi í hjarnið,
hvers háseta, er barst í kaf.
Vér erum svo ofurfáir,
að engum má gleyma af þeim:
Þeir fylgja oss til dáða, þeir dauðu,
þann dag, er vér komum heim!