Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Blaðsíða 72
72
ÓLAFUR F. HJARTAR
helgur staður og Þingvellir íslendingum. Tilefni kvæðisins eru at-
vik frá bardögunum við Narvik, þegar Bretar og Norðmenn börð-
ust gegn Þjóðverjum. í þeim átökum var norsku herskipunum
„Eidsvoll“ og ,,Norge“ sökkt. Skáldið leggur á það áherzlu, að enn
eigi Noregur sjómenn, sem um síðir muni færa landinu aftur frelsið.
Þýzki flugherinn gerði heiftarlegar loftárásir á Bretland í ágúst
1940. Bretar stóðu illa að vígi eftir ófarirnar á meginlandinu og liðs-
flutningana frá Dunkerque 27. maí til 3. júní. Þjóðverjar áttu í upp-
hafi styrjaldarinnar fleiri sprengju- og orustuflugvélar en Bretar.
Markmiðið var að lama. hergagnaiðnað Breta. En afrek hinna fáu
ensku flugmanna mun lengi í minnum haft. Þjóðverjar töpuðu fleiri
flugvélum í þessum árásum sínum en þeir áttu von á. London fór
ekki varhluta af þessum miklu loftárásum, og stóðu þær allt til árs-
loka 1940. Nordahl Grieg fær hér yrkisefni, yrkir kvæðið London í
nóvember 1940. Hér fara á eftir þrjú erindi úr þessu kvæði:
Vér hlustum í múgborgarmyrkri
á morðdrekaflugsins gný.
Á háloftsins helspunavélum
öll hjól eru þeytt á ný.
Um vindása vetrarbrautar
sér verkhraðir gróttar þyrla.
Svo fellur úr lofti farmur
af feigð yfir þök og hvirfla.
Máski er oss heilnæmt, að hrynji
hlutanna gerningateikn,
sem leggja vorn hug í læðing
hins liðna. — Yfir rústanna feikn
fer ársvali himins og hafa
um hindrunarlausa vegi.
Og frelsið snýr fyllra brjósti
en fyrr móti nöktum degi.
í dag og um komandi daga
hin djarffleyga, stormbláa sveit
mun flytja oss, sem lifum í London,
sitt lögmál og fyrirheit: