Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Page 46

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Page 46
46 HARALDUR SIGURÐSSON Árið 1578 kom út Lögbók íslendinga, hin svonefnda Jónsbók. Ekki átti biskup beinan þátt í útgerð hennar, enda var hún prentuð ,,eftir bón og forlagi” Jóns lögmanns Jónssonar, sem ugglaust hefur fjallað um útgáfuna. Næstu árin birtust nokkrar guðsorðabækur, þeirra á meðal tvær af bókum Gamla testamentisins í þýðingu Gissurar biskups Einarssonar. Eftir það verður þriggja ára hlé, og er ekki vitað, að nokkrar bækur hafi þá verið prentaðar á Hólum. En árið 1584 rann upp sú mikla stund á ferli biskups, að lokið var prentun Biblíunnar allrar. Þetta er gríðarmikil bók, 1444 blaðsíður í stóru arkarbroti. Blaðsíðustærð 29 x 19 sm, ef málsgreinar ájöðrum eru taldar með. Svo er talið, að sjö menn hafi unnið að prentun bókarinn- ar í tvö ár, og telja fróðir menn, að það fái staðizt. Eintakafjöldi var 500 („firnrn hundruð tíræð, en tólfræð fjögur hundruð og tutt- ugu”), eins og biskup segir sjálfur í minnisgrein. Bókin er prentuð í þremur köflum, með sérstöku blaðsíðutali. Fyrst Gamla testamentið, þá Spámannabækurnar og loks Nýja testamentið. Erlendur bók- bindari var fenginn til þess að binda bókina, og batt hann helming upplagsins. 120 eintök voru send til bands í Kaupmannahöfn, en af- gangurinn falinn íslenzkum manni, sem lært hafði bókband af hinum erlenda. Mörg eintök, sem enn eru til, hafa skipt síðar um band, en þó eru til eintök í hinu upprunalega bandi. Biblían var dýr bók, kostaði 8—12 dali, sem var geipiverð á þeim tíma og mundi svara til tveggja eða þriggja kýrverða. Konungur veitti nokkurn styrk til prent- smiðjunnar og bókaútgáfu biskups. Síðar veitti hann biskupi 100 rík- isdala styrk beinlínis til útgáfu bókarinnar og bauð, að hver kirkja skyldi leggja til útgáfunnar 1 ríkisdal og kaupa skyldi til hverrar kirkju eina Biblíu og gjalda hana með 8—10 ríkisdölum eftir efnum og ástæðum. Til nýjunga heyrir það í íslenzkri bókaútgáfu, að Biblían var skreytt 27 myndum, og eru tvær þeirra tvíprentaðar, svo að myndirnar verða alls 29. Upphafs- og skrautstafir eru við byrjun hverrar bókar og aðrir viðhafnarminni við kapítulaskipti. Myndirnar eru allar ómerktar nema ein af Sánkti Páli og umgerðin um titil bókarinnar, sem er endurprentuð framan við Spámannabækurnar og Nýja testamentið. Myndin af Sánkti Páli er mörkuð fangamarkinu G. Þ. og hin líklega líka, þótt á því leiki meiri vafi. Löngum hefur verið talið, að Guð- brandur hafi sjálfur skorið myndamótin að sumum þessara mynda að minnsta kosti. Rannsókn Westergaard-Nielsens hefur þó leitt í ljós, að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.