Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Page 99

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Page 99
LANDSBÓKASAFNIÐ 1975 99 son biskup gaf út á sinni tíð, og þess minnzt, að á árinu voru liðnar fjórar aldir frá upphaíi bókaútgáfu hans. Haraldur Sigurðsson bókavörður flutti að Kjarvalsstöðum erindi um bókagerð Guðbrands biskups, og undirritaður flutti þar einnig Bóka- spjall, en bæði þessi erindi eru birt framar í þessari Árbók. MYND JÓNS Eiríki Smith listmálara var á árinu falið JAKOBSSONAR að mála mynd af Jóni Jakobssyni lands- bókaverði, en 18. júní 1975 voru liðin 50 ár frá andláti hans. Myndinni var komið fyrir í aðallestrarsal safns- ins. Jón réðst að Landsbókasafni sem aðstoðarbókavörður 1895, en var jafnframt forngripavörður á árunum 1897-1907. Hann var við fráfall Hallgríms Melsteðs landsbókavarðar 1906 settur til að gegna embættinu og fékk veitingu fyrir því 1908. Jón Jakobsson sat á Alþingi sem fulltrúi Skagfirðinga 1893-1899, en þingmaður Húnvetninga var hann 1903-1907. Landsbókasafni var mikill styrkur að því að eiga þannig fulltrúa á þingi, enda hélt hann vel fram málum safnsins á þeim vettvangi, stuðlaði m. a. að byggingu Safnahússins, en smíði þess var hafin haustið 1906 fyrir forgöngu Hannesar Hafstein ráðherra og gekk svo greiðlega, að unnt var að hefja starfsemi í Safnahúsinu snemma árs 1909. Á síðari árum sínum við safnið samdi Jón Jakobsson sögu þess: Landsbókasafn íslands. Minningarrit 1818-1918, er prentað var á árunum 1919-1920 og er hið merkasta verk. Jón Jakobsson lét af embætti haustið 1924 eftir nær 30 ára giftu- drjúgt starf í Landsbókasafni. RIT SAMEINUÐU Birgir Halldén, forstöðumaður upplýsinga- ÞJÓÐANNA skrifstofu Sameinuðu þjóðanna á Norður- löndum með aðsetri í Kaupmannahöfn, heimsótti Landsbókasafn 26. nóvember og kynnti sér meðferð rita Sameinuðu þjóðanna í því. Vegna þrengsla og liðsskorts höfðu rit Sameinuðu þjóðanna og fáeinna annarra alþjóðastofnana safnazt nokkuð fyrir að undanförnu, en Halldór Þorsteinsson, umsjónarmaður þessara rita, gerði sérstaka hríð að þeim á árinu, auk þess sem rýmkað var nokkuð um þau með brottflutningi annarra rita úr safninu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.