Morgunblaðið - 10.05.2001, Side 20

Morgunblaðið - 10.05.2001, Side 20
AKUREYRI 20 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SJÖFN hf. á Akureyri og Olíuversl- un Íslands hf. hafa gert með sér víð- tækan samstarfssamning um fram- leiðslu, sölu og dreifingu á hreinlætisvörum. Samningurinn hef- ur í för með sér aukin umsvif hjá Sjöfn. Með samningnum verða Sjöfn og OLÍS stærsti þjónustuaðilinn með þessar vörur við íslenskan sjáv- arútveg. Samkvæmt samningnum hættir OLÍS innflutningi á hreinsiefnum, en mun þess í stað annast sölu og mark- aðssetningu á framleiðsluvörum Sjafnar til útgerða og fiskvinnslufyr- irtækja á öllu landinu. Jafnframt verða framleiðsluvörur Sjafnar til sölu í verslunum og þjónustumið- stöðvum OLÍS. Sjöfn mun beina við- skiptum á rekstrarvörum og hráefn- um til OLÍS. Í samningnum kemur einnig fram að sérfræðingar Sjafnar munu vinna með söludeildum OLÍS við tækni- lega ráðgjöf varðandi val og með- höndlun þvottaefna og gerð þrifalýs- inga fyrir viðskiptavini. Baldur Guðnason, framkvæmda- stjóri Sjafnar, segir að þessi samn- ingur við OLÍS sé mikilvægur áfangi í að efla stöðu fyrirtækisins á hörðum samkeppnismarkaði. Baldur segir samninginn víðtækan og að hann hafi í för með sér aukin umsvif Sjafnar á Akureyri. Með því að hætta innflutn- ingi hreinsivara og taka upp viðskipti við Sjöfn styðji OLÍS innlenda fram- leiðslu og atvinnusköpun á Akureyri. Jón Halldórsson, framkvæmda- stjóri markaðssviðs stórnotenda hjá OLÍS, segir samninginn hagstæðan fyrir bæði OLÍS og Sjöfn – hags- munir fyrirtækjanna séu gagn- kvæmir. Í tengslum við samning Sjafnar og OLÍS mun m.a. Samherji hf. kaupa hreinsiefni frá Sjöfn og segist Baldur Guðnason, framkvæmdastjóri Sjafn- ar, fagna því að stærsta sjávarút- vegsfyrirtæki landsins muni nú kaupa þessar vörur frá Sjöfn. Kristján Vilhelmsson, útgerðar- stjóri Samherja hf., segir ánægjulegt að OLÍS og Sjöfn hafi tekið höndum saman um framleiðslu og markaðs- setningu hreinsiefna. Samherji hf. hefur síðustu ár keypt hreinsiefni af OLÍS og þar áður Sjöfn. Kristján sagði jákvætt að Samherji keypti þessar vörur af innlendum framleið- anda og tæki í leiðinni þátt í að efla vaxandi framleiðslufyrirtæki á Akur- eyri. Sjöfn og OLÍS gera samning um hreinlætisvörur Hefur í för með sér aukin umsvif hjá Sjöfn STÆRRI-ÁRSKÓGSKIRKJA: Aðalsafnaðarfundur verður í kirkjunni í kvöld, fimmtudagskvöld- ið 10.maí, og hefst hann kl. 20:00. Kirkjustarf ÁHUGAHÓPUR um uppbyggingu í Hlíðarfjalli við Akureyri sem kallar sig Vinafélag Skíðastaða boðar til borgarafundar í Alþýðu- húsinu í Skipagötu, 4. hæð, í kvöld, fimmtudag, kl. 20. Á fundinum á m.a. að velta upp þeirri umræðu hvernig hægt er að tengja skíðasvæðið í Hlíðarfjalli enn frekar við ferðaþjónustu í bænum. Einnig verður leitað svara við því hvaða hugmyndir eru uppi hjá bæjaryfirvöldum varðandi frekari uppbyggingu í fjallinu. Frummælendur eru Guðmundur Árnason og Erling Ingvarsson, sem báðir reka gistiheimili í bæn- um, Jóhannes Jónsson í Bónus, Guðmundur Karl Jónsson, for- stöðumaður Skíðastaða, og Alex- ander Kárason vélsleðakappi. Eins og fram hefur komið hefur verið gífurleg aðsókn í Hlíðarfjall í vetur og var ferðafólk víðs vegar af landinu þar mjög fyrirferðar- mikið. Þá hefur aldrei verið opið í jafnmarga daga í fjallinu á einum vetri og einmitt nú. Skíðavertíð- inni er hins vegar lokið að þessu sinni. Fundurinn er öllum opinn og eru áhugasamir hvattir til að mæta. Vinafélag Skíðastaða boðar til borg- arafundar OLÍS við Tryggvabraut á Akureyri mun frá og með deginum í dag, 10. maí, bjóða sama verð á 95 oktana bensíni á einni sjálfsafgreiðsludælu og Orkan býður. „Við ætlum að taka þátt í leiknum, spila með og sjá hver þróunin verð- ur,“ sagði Páll Baldursson útibús- stjóri OLÍS á Akureyri. OLÍS hefur síðustu daga séð á eftir nokkrum við- skiptavina sinna yfir til Orkunnar og hyggst félagið mæta því með þessum hætti. Páll sagði að ein 98 oktana dæla yrði tekin úr umferð og sett á hana 95 oktana bensín sem yrði á sama verði og samskonar bensín hjá Orkunni sem er á Hagkaupsplaninu ekki langt undan. Þannig verður um að ræða sjálfsafgreiðslu án sjálfsala, en viðskiptavinir greiða fyrir inni í afgreiðslu OLÍS. "Það er mun þægi- legra að tala við fullvaxinn norðan- mann en mállausan sjálfsala að sunnan frá Orkunni," segir Páll. Hann sagði að grannt yrði fylgst með verðbreytingum hjá Orkunni sem er eina sjálfsafgreiðslustöðin á Akureyri og ef verðið þar lækkaði myndi OLÍS fylgja í kjölfarið. „Ork- an hefur fram til þessa ekki haft neina samkeppni á Akureyri en það breytist við þessa ákvörðun okkar. Ég yrði heldur ekki undrandi þótt fleiri stöðvar fylgdu á eftir, þannig að segja má að verðstríðið sem háð hefur verið á markaðnum syðra nái nú norður til Akureyrar,“ sagði Páll. Ástandið hefur fram til þessa verið með þeim hætti að bensín hefur ver- ið selt á sama verði á öllum bens- ínstöðvum í bænum, en Orkan hefur boðið lægra verð en stöðvar þar sem starfsmenn sjá um að dæla bensíni á bílana. OLÍS hyggst bjóða sama verð og Orkan KRAKKARNIR á Leikhólum mættuskrautlegir föstudag einn fyrir skömmu, en þá var náttfatadagur hjá þeim. Eins og myndin sýnir voru krakkarnir hressir enda fannst þeim skemmtileg tilbreyting að mæta svona klæddir. Ekki skemmdi fyrir að Helgi Reynir Árnason, snjósleðakappi, mætti á svæðið og ræddi við krakkana. Það var engu líkara en að hann væri goð í þeirra augum. Náttfata- dagur í leik- skólanum Ólafsfirði. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Ánægð börn á náttfatadegi í leikskólanum í Ólafsfirði. TÖLUVERÐUR urgur er í slökkviliðs- og sjúkraflutninga- mönnum á Akureyri vegna launa- kjara þeirra og þá sérstaklega á meðal varðstjóra. Ingimar Eydal varðstjóri hjá slökkviliðinu á Ak- ureyri sagði að í þeirri kjaravinnu sem nú standi yfir séu stjórnendur bæjarins að stuðla að því að slökkviliðsmenn á Akureyri fái lægri laun en kollegar þeirra fyrir sunnan. „Það finnst okkur ansi skrýtið miðað við þær yfirlýsingar að Ak- ureyri sé ekki láglaunasvæði. Staða stöðvarstjóra í Reykjavík er sambærileg stöðu varðstjóra á Ak- ureyri en hins vegar er verið að bjóða varðstjóra á Akureyri 9 launaflokkum lægri laun en stöðv- arstjóranum í Reykjavík. Þetta finnst okkur blóðugt og það er urgur í mannskapnum.“ Ingimar sagði það ekkert laun- ungarmál að það þyrfti ekki mikið að gerast til að kjarninn í slökkvi- liðinu á Akureyri hætti störfum. „Menn geta ekki verið í þessu starfi af hugsjón. Ég get verið í hjálparsveitinni af hugsjón en þarf að fá boðleg laun fyrir mína vinnu.“ Urgur í slökkviliðs- mönnum á Akureyri ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ FIMMTÁN styrkir voru veittir úr Menningarsjóði KEA árið 2001 en alls bárust 23 umsóknir um styrki að þessu sinni. Tilkynnt var um út- hlutunina á aðalfundi KEA sl. laugardag. Hver styrkur er að upphæð 130 þúsund krónur, eða samtals að upphæð 1.950.000 krón- ur. Þeir aðilar sem fengu styrki voru: Skógræktarfélag Eyfirðinga, Kór Akureyrarkirkju, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Leikhúskórinn, Helgi Þór Ingason, Friðrik Ómar Hjörleifsson, Félag eldri borgara Dalvíkurbyggðar og Hríseyjar, Þuríður Baldursdóttir. Karlakór- inn Hreimur, séra Sighvatur Karlsson, Rósa Kristín Baldurs- dóttir, Kolbrún Bjarnadóttir, Hannes Garðarsson, Hjörleifur Hjartarson og Ingibjörg Hjartar- dóttir og Leikklúbburinn Saga. Fimmtán styrkir úr menn- ingarsjóði Aðalfundur KEA ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.