Morgunblaðið - 10.05.2001, Page 30
NEYTENDUR
30 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HEILDVERSLANIR eru þessa
dagana að hækka verð á ýmsum
vörum um 3-37,7%.
Heildverslunin Ísflex hf. hækkaði
þann 1. maí sl. m.a. svissnesku
snyrtivörurnar frá La Prairie. Önn-
ur hækkun er fyrirhuguð í dag, 10.
maí, en að sögn Berglindar Ólafs-
dóttur, framkvæmdastjóra Ísflex,
eru flestar vörur fyrirtækisins að
hækka sem nemur 3 til 10% í þessum
mánuði.
„Við höfum reynt að halda að okk-
ur höndum þegar kemur að verð-
hækkunum en sáum einfaldlega ekki
fram á að geta það lengur. Ástæðu
verðhækkunarinnar má fyrst og
fremst rekja til gengisbreytinga,“
segir Berglind og bætir við að á
næstu dögum muni fyrirtækið fylgj-
ast vel með gengisþróuninni. Að
hennar sögn eru Adidas-ilmarnir
dæmi um vörur sem hækkar um
10%.
Flestar vörur hækka um 4%
Um mánaðamótin hækkaði Papco
hf. flestar vörur sínar sem nemur
4%.
„Af vörum sem hækkuðu má
nefna salernis- og eldhúsrúllur,
handþurrkur, borðdúka og servíett-
ur,“ segir Baldur Baldursson, fram-
kvæmdastjóri Papco hf., og bætir við
að ástæða hækkunarinnar sé fyrst
og fremst vegna gengisins sem rokið
hefur upp. „Vonandi á þessi hækkun
eftir að ganga eitthvað til baka en
með þessari 4% hækkun er fyrirtæk-
ið að taka hluta af hækkuninni á sig.“
Royal Oak-kol hækka
um 31 til 37,7%
Olíufélagið hf. hækkaði nýverið
Royal Oak-kol, minni gerðina, sem
nemur 31% og stærri gerðina sem
nemur 37,7%. Royal Oak-kveikilög-
urinn hækkaði síðan um 14,5%.
„Olíufélagið hf. hefur um árin ver-
ið umboðsaðili fyrir Royal Oak-vör-
urnar þar til fyrir tveimur árum að
heildverslun Eggerts Kristjánsson-
ar kom inn í samstarf. Í fyrra fórum
við að sameinast um innflutninginn
og höfum því skipt með okkur dreif-
ingu,“ segir Valdimar Hermannson,
vörustjóri sérvöru hjá Olíufélaginu
hf. „Aðalástæða hækkunarinnar er
að Royal Oak-vörurnar hækkuðu
milli ára frá framleiðanda um rúm
25% til 28%. Sú hækkun kemur síðan
ofan á gengislækkunina milli ára.
Við áttum birgðir frá því í fyrra og
höfum verið að selja viðskiptavinum
okkar þær vörur á verði frá því í
fyrra ásamt geymslukostnaði en það
hefur verið eins konar milliverð. Ný-
lega kom síðan ný sending sem tók
mið af hækkun frá framleiðanda sem
og hækkun á gengi.“
Meðaltalshækkun nemur 8%
Sælgætisgerðin Freyja ehf hækk-
aði nýverið flestar vörur sínar að
meðaltali um 8%. „Af þeim vörum
sem hækkuðu má nefna Valencia-
súkkulaði, marsipanbrauð og hrís-
poka. Ástæða hækkunarinnar er
margþætt og má nefna að umbúða-
kostnaður hefur hækkað, þá hefur
orðið sykurs- og kakósmjörshækkun
og síðast en ekki síst lækkun á
gengi,“ segir Ævar Guðmundsson,
einn af eigendum sælgætisgerðar-
innar Freyju ehf. Hann bætir við að
fyrirtækið hafi síðast hækkað vörur
sínar fyrir rúmu ári.
Nýjar vörur hækka að með-
altali um 7%
Nýlega hækkað Kaupsel hf. allar
nýjar vörur hjá sér að meðaltali um
7%. „Af þessum vörum má nefna
sjampó og salernispappír en við er-
um eingöngu að hækka nýjar vörur,
gamlar vörur standa í stað,“ segir
Óskar Hansen, eigandi Kaupsels hf.
Ástæðuna segir hann megi rekja
nánast eingöngu til gengislækkunar.
„Við heildsalar getum ekki endalaust
tekið hækkanir á okkur og því verð-
um við að hækka nú samkvæmt því
sem gengið þróast.“
Vilko-vörurnar hækka um 5%
Hjá Ó. Johnson & Kaaber ehf.
hafa Vilko- og Ota-vörur hækkað
sem nemur 5%. Aðspurður segir Al-
freð S. Jóhannsson, sölustjóri Ó. Jo-
hnson & Kaaber ehf., að fyrirtækið
hafi undanfarið verið að hækka
vörur hjá sér sem rekja megi til
gengis og sé skemmst að minnast
2,9% hækkun á Colgate-vörunum í
lok apríl. „Hækkunin er fyrst og
fremst vegna kostnaðarhækkana hjá
erlendum aðilum sem kemur til
vegna gengis. Ég verð þó að geta
þess að í fyrsta skipti í gær í langan
tíma sá maður breytingar, þ.e. að
þetta sé að ganga örlítið til baka.
Krónan styrktist um 2 til 3% og það
er jákvætt. Miðað við gengi þann 7.
maí hefur dollarinn hækkað um
20,85% frá áramótum og pundið um
15,23%,“ segir Alfreð. Aðspurður
segir hann að miðað við gengisbreyt-
ingar sé fyrirtækið ekki að hækka
nóg en verið sé að halda í þá von að
að þetta fari að ganga eitthvað niður.
„Heildsalan í landinu rekur sig á lít-
illi álagningu, þetta er orðin svo mik-
il samkeppni við útlönd. Gengið end-
urspeglast í þessu, það þarf að fara
út í verðlagið,“ segir hann.
Allar vörur hækka
að meðaltali um 10%
Hækkun hjá Sápugerðinni Frigg
hf. mun taka gildi um næstu mán-
aðamót en þá munu allar vörur fyr-
irtækisins hækka um 10% að með-
altali.
„Við höfum ekki hækkað verð síð-
an árið 1998 og einstaka vöruliðir
hafa lækkað síðan þá. Við erum í
okkar framleiðslu mjög háðir hrá-
efninu sem síðan er tengt olíuverði.
Síðast en ekki síst er gengið að
hrekkja okkur eins og aðra,“ segir
Lúther Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Sápugerðarinnar
Frigg hf.
Hann segir að fyrirtækið hafi ekki
átt annars kostar völ en að hækka
verð. „Kostnaðarhækkanir hafa
einnig átt sér stað á launum starfs-
manna og því miður tekur enginn all-
ar þessar breytingar á sig,“ segir
hann.
Vörurnar hækka í verði
í lok vikunnar
Að sögn Pálma Pálmarssonar,
markaðstjóra Globus hf., stefnir allt í
að fyrirtækið muni hækka nánast
allar vörur sínar í lok vikunnar.
„Um þessar mundir erum við að
fylgjast náið með genginu. Sá gjald-
miðill sem við kaupum mest inn af í
dag er dollari en hann hefur á síð-
ustu tveimur mánuðum hækkað um
tæp 18%. Í dag erum við því að horfa
á að innkaupin hjá okkur eru 12–18%
dýrari inn á lager en fyrir tveimur
mánuðum. Að svo stöddu treysti ég
mér ekki til að gefa upp tölulegar
upplýsingar um þá verðhækkun sem
stendur fyrir dyrum en við reiknum
fastlega með því að allar vörur fyr-
irtækisins muni hækka. Síðustu ár
höfum við verið að vinna með okkar
viðskiptavinum á verðlistum sem
byggjast á nettóverðum sem þannig
eru tengd gengi og því þolum við
nánast engar gengissveiflur,“ segir
hann.
Verðhækkanirnar nema
um 7% að meðaltali
Allar framleiðsluvörur hjá Sjöfn
hf hækkuðu þann 3. maí síðastliðinn
um 7% að meðaltali.
„Að mestu má rekja hækkunina til
gengisins en einnig til hækkunar á
hráefnisverði en hráefnisverð er ein-
mitt meira og minna tengt olíu-
verði,“ segir Kristinn Sigurharðar-
son, markaðsstjóri Sjafnar hf.
Ýmsar vörur hækka í verði hjá heildsölum um 3–37,7%
Gengislækkun helsta
ástæða verðhækkana
Morgunblaðið/Arnaldur
Það eru ýmsar vörutegundir sem hækka í verði, sælgæti, kol, graut-
ar, sjampó, salernispappír, og snyrtivörur svo dæmi séu tekin.
mbl.isFRÉTTIR