Morgunblaðið - 10.05.2001, Page 33
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 33
FRAMLEIÐNI bandarískra verka-
manna minnkaði í fyrsta sinn á sex
árum á fyrstu þremur mánuðum árs-
ins og launakostnaður fyrirtækja á
hvern starfsmann hækkaði verulega,
samkvæmt hagtölum sem banda-
ríska vinnumálaráðuneytið birti í
gær. Hækkun launakostnaðarins
getur verið vísbending um að verð-
bólgan aukist.
Vinnumálaráðuneytið sagði að
framleiðni verkamanna hefði minnk-
að um 0,1% miðað við heilt ár á
fyrsta ársfjórðungnum og það hefði
stuðlað að 5,2% hækkun á launa-
kostnaði á hvern starfsmann, en
hann gefur mikilvægar vísbendingar
um verðbólguþrýstinginn. Er þetta
mesta hækkun á þessum kostnaði
frá síðustu þremur mánuðum ársins
1997 þegar hann hækkaði um 5,5%.
Stjórn bandaríska seðlabankans
kemur saman eftir viku og hagfræð-
ingar búast við því að hún ákveði að
lækka vexti frekar til að hamla gegn
samdrætti í efnahagnum þrátt fyrir
nýju vísbendingarnar um að verð-
bólgan kunni að aukast.
Dick Cheney varaforseti sagði í
samtali við CNN að enn væri hætta á
efnahagssamdrætti í Bandaríkjun-
um. „Við vitum ekki hvort við
stefnum í samdrátt eða hvort við höf-
um náð botninum, ef svo má segja,
og hagvöxturinn aukist brátt á ný,“
sagði hann.
Hætta á samdrætti
í Þýskalandi
Þýska fjármálaráðuneytið birti í
gær hagtölur sem ollu áhyggjum af
því að hætta kynni að vera á efna-
hagssamdrætti í Þýskalandi, stærsta
hagkerfi evru-svæðisins.
Ráðuneytið sagði að iðnframleiðsl-
an í Þýskalandi hefði minnkað um
3,7% í mars. Hagfræðingar höfðu
spáð því að iðnframleiðslan myndi
minnka um 1% en hún hafði aukist
um 0,6% mánuðinn áður.
Hagfræðingurinn Emmanuel
Ferry sagði þetta mesta samdrátt í
iðnframleiðslu Þýskalands frá janú-
ar 1995. „Í mínum huga bendir þetta
til þess að samdráttarskeið sé hafið í
þýskum iðnaði og búist er við að
framleiðslan minnki frekar á fyrstu
þremur fjórðungum ársins.“
Hagfræðingurinn Reiner Günter-
mann tók í sama streng og sagði
nýju hagtölurnar staðfesta að óttinn
við alvarlegan samdrátt, að minnsta
kosti í iðnframleiðslunni, væri ekki
ástæðulaus.
Cheney telur enn hættu á samdrætti í Bandaríkjunum
Framleiðnin minnkar
í fyrsta sinn í sex ár
Washington, Frankfurt. Reuters, AFP.
Reuters
Ljósaskilti, sem sýnir stöðu Nasdaq-vísitölunnar, við Times-torg í New
York. Hún og aðrar vísitölur hafa verið á niðurleið í marga mánuði en
nú bætast við fréttir um, að framleiðnin hafi minnkað.
STUÐNINGUR við Hægri-
flokkinn í Noregi hefur aukist
mikið að undanförnu og stendur
hann nú jafnfætis Verkamanna-
flokknum. Eykur það mjög líkur
á því, að borgaraflokkarnir
muni geta tekið höndum saman
í stjórn að loknum þingkosning-
unum í september. Ný Gallup-
könnun sýnir, að stuðningur við
Hægriflokkinn hefur aukist um
sex prósentustig frá því í síðasta
mánuði og er nú 26,5% eins og
við Verkamannaflokkinn. Þess
ber þó að geta, að könnunin var
gerð í kjölfar landsfundar
flokksins. Stuðningur við
Verkamannaflokkinn hefur
minnkað um 4,5 prósentustig.
Helstu baráttumál Hægri-
flokksins fyrir kosningar verða
að lækka skatta og bæta skóla-
kerfið en Verkamannaflokkur-
inn leggur áherslu á, að laun-
þegar fái full laun í veikindafríi
og leikskólagjöld verði lækkuð.
Jan Petersen, leiðtogi Hægri-
flokksins, segir, að annars muni
kosningarnar í haust verða ein-
vígi á milli Verkamannaflokks-
ins og borgaraflokkanna.
Styrkjunum
skilað?
HUGSANLEGT er, að sjó-
menn á Ítalíu og í Hollandi verði
að endurgreiða hundruð millj-
óna og jafnvel nokkra milljarða
íslenskra króna, sem þeir fengu
frá ríkinu vegna eldsneytis-
hækkana á síðasta ári. Líklegt
þykir, að framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins komist að
þeirri niðurstöðu, að styrkirnir
hafi verið ólöglegir en þeir voru
hátt í 2,4 milljarðar kr. á Ítalíu
rúmlega 550 milljónir kr. í Hol-
landi. Til athugunar eru einnig
sams konar styrkir í Frakk-
landi, Spáni og Belgíu.
E-pillustríð í
Hollandi
STJÓRNVÖLD í Hollandi lýstu
í gær yfir stríði gegn framleið-
endum og dreifendum e-pillunn-
ar. Verður komið á fót þremur
að fjórum lögreglusveitum, alls
100 manns, til að berjast gegn
glæpalýðnum og hafa rúmlega
átta milljarðar íslenskra króna
verið lagðir til hliðar í þessu
skyni. Talið er, að e-pillufram-
leiðslan sé einna mest í Hollandi
og þaðan kemur mest af því,
sem er á markaði í Bandaríkj-
unum.
Kútsjma boðar
nýja stjórn
LEONÍD Kútsjma, forseti Úkr-
aínu, sagði í gær, að ný stjórn
myndi taka þar við völdum fyrir
lok mánaðarins. Hefur landið í
raun verið án ríkisstjórnar síðan
þingið samþykkti vantraust á
Viktor Júshtsjenko forsætisráð-
herra og stjórn hans 26. apríl sl.
Kútsjma kvaðst mundu bera val
sitt á forsætisráðherraefni und-
ir þingið 15. maí næstkomandi
en hann hefur nefnt nöfn fjög-
urra manna, sem hann segir
vera sér þóknanlega. Ekki þykir
víst, að úkraínska þingið komi
sér saman um nýjan forsætis-
ráðherra og mikil andstaða er
við Kútsjma, jafnt meðal
vinstri- sem hægrimanna. Er
hann meðal annars grunaður
um aðild að morði blaðamanns-
ins Georgí Gongadzes.
STUTT
Horfur á
hægrisigri
í Noregi
BANDARÍSKI rithöfundurinn
Gore Vidal varði í gær ákvörðun
sína um að vera viðstaddur aftöku
Timothys McVeighs, sem olli dauða
168 manna þegar hann sprengdi upp
alríkisbyggingu í Oklahoma-borg
árið 1995. Vidal kvaðst vera sam-
mála McVeigh um að „stjórnvöld
gengju berserksgang í Bandaríkj-
unum“.
McVeigh verður tekinn af lífi með
banvænni sprautu í Terre Haute í
Indíana á miðvikudaginn kemur.
Hann bauð Vidal að vera viðstaddur
aftökuna og rithöfundurinn þáði
boðið.
„Ég held að ég fái ógeð á þessu,
ég er á móti dauðarefsingum og ekki
með sjúklegt innræti,“ sagði Vidal.
„En hann bað mig um þetta og ég
sló til, enda erum við sammála um
að stjórnvöld gangi berserksgang.“
Rithöfundurinn skírskotaði eink-
um til árásar alríkislögreglunnar á
bækistöðvar sértrúarsafnaðar í
Waco í Texas 1993 sem kostaði rúm-
lega 80 manns lífið. McVeigh kvaðst
hafa sprengt upp alríkisbygginguna
til að hefna þeirrar árásar.
„Í fyrsta lagi er ég andvígur
dauðarefsingum, í öðru lagi á móti
sprengjuárás Timothys McVeighs á
fólk í Oklahoma-borg, en ég er enn
andvígari Janet Reno dómsmálaráð-
herra,“ bætti Vidal við. Reno fyr-
irskipaði árás alríkislögreglunnar á
bækistöðvar sértrúarsafnaðarins.
„Mjög góður og skarpur penni“
Vidal hyggst skrifa grein um af-
tökuna fyrir tímaritið Vanity Fair.
Hann byrjaði að skrifast á við
McVeigh eftir að hafa ritað grein í
tímaritið árið 1998 um meint brot á
skránni um borgarleg réttindi í
Bandaríkjunum.
„Hann skrifaði mér og ég heill-
aðist af honum,“ sagði Vidal. „Hann
er í fyrsta lagi mjög góður og skarp-
ur penni og hann hefur mikla þekk-
ingu á stjórnarskránni og skránni
um borgaraleg réttindi.“
Vidal ætlar að fylgjast
með aftöku McVeighs
Washington. Reuters.
ÞAÐ er niðurstaða könnunar, sem
er að vísu harðlega gagnrýnd, að
sumt samkynhneigt fólk geti orðið
gagnkynhneigt ef það leggur sig
allt fram. Stingur þetta í stúf við þá
almennu skoðun, að kynhneigðin sé
meðfædd og tilraunir til að „lækna“
hana geti haft skaðlegar afleið-
ingar.
Talsmenn samkynhneigðra hafa
farið hörðum orðum um könnunina
og bent hefur verið á, að trúfélög,
sem fordæma samkynhneigð, hafi
bent á marga þeirra 200 manna,
sem tóku þátt í könnuninni og áður
voru samkynhneigðir.
Dr. Robert L. Spitzer, sálfræ-
ðiprófessor við Columbia-háskóla,
stóð fyrir könnuninni og hann seg-
ir, að þótt ekki sé hægt að nefna
neinar prósentutölur beri að við-
urkenna, að sumt samkynhneigt
fólk geti orðið gagnkynhneigt. Ætl-
aði hann að kynna niðurstöðurnar á
landsþingi Samtaka bandarískra
sálfræðinga í New Orleans í gær.
Flókið samspil
Um þessi mál hefur oft verið deilt
en vísindamenn segja, að ekki sé
vitað hvað ráði kynhneigð manna.
Hafna þeir kenningum um, að sam-
kynhneigð megi rekja til erfiðleika
innan fjölskyldunnar eða einhverra
frávika í andlegum þroska og telja,
að um sé að ræða mjög flókið sam-
spil líffræðilegra og umhverf-
islegra þátta.
Spitzer, sem könnunina gerði,
átti einna mestan þátt í því 1973, að
bandarísku sálfræðingasamtökin
hættu að flokka samkynhneigð með
geðsjúkdómum og þá hvatti hann
jafnframt til rannsókna á því hvort
unnt væri að breyta kynhneigðinni.
Niðurstöður könnunar hans voru
þær, að af 200 samkynhneigðum
mönnum, konum og körlum, hefði
143 tekist að breyta hneigðinni og
lifa ánægjulegu lífi sem gagnkyn-
hneigðir. Aðeins 11% karlanna og
37% kvennanna kváðust þó alveg
laus við samkynhneigðar langanir.
Marklaus könnun
Douglas Haldeman, sálfræðingur
við Washington-háskóla, segir, að
könnun Spitzers sé marklaus.
Bendir hann á, að óeðlilega hátt
hlutfall þátttakenda hafi verið hallt
undir íhaldssamar trúarkenningar
og margir þeirra hafi verið með-
höndlaðir af fólki, sem „hefur and-
styggð á samkynhneigð“. Það hafi
því verið auðvelt fyrir þá að fá á til-
finninguna, að samkynhneigð væri
ljót og öllu skipti að afneita henni.
43% þátttakenda voru tilnefnd af
söfnuðum, sem reyna að hjálpa
samkynhneigðum til að breyta sér,
og 23% af samtökum, sem stunda
það sama og líta á samkynhneigð
sem þroskavandamál.
Hart deilt á könnun bandarísks sálfræðiprófessors
Segir sumt sam-
kynhneigt fólk
geta breytt sér
New Orleans. AP.