Morgunblaðið - 10.05.2001, Síða 41

Morgunblaðið - 10.05.2001, Síða 41
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 41 MÁLARALISTIN á undir högg að sækja, eða það skilst manni á íslenskum listamönnum sem fjasa meira út af málverkinu eins og það er kallað – í eintölu og með ákveðnum greini – en allri annarri myndlist samanlagt. Þó má sjá hvarvetna blikur á lofti á íslensk- um myndlistarvettvangi vegna sér- kennilegs fásinnis og doða þeirra sem eiga að láta sig menningu okkar einhverju varða. Í þessari varhugaverðu deyfð er það þó einna helst málverkið sem nýtur einhverrar hylli þó svo að lán þess sé harla fallvalt ef listamaðurinn heldur sig ekki rækilega innan marka hefðbundinnar túlkunar eins og hún var ákvörðuð á fyrri helmingi síðustu aldar. Svona er nú komið fyrir mynd- listinni hjá þjóð sem alltaf er að brigsla sjálfri sér um nýjungagirni en er í raun ósköp forpokuð, gam- aldags og áhugalaus um allt nema brýnustu tækninýjungar. Til marks um stöðuna hefur mótast í Reykjavík undarlegt neðanjarðar- kerfi í myndlist sem lifir sínu sjálf- bæra lífi í Skuggahverfinu án þess að forsprakkarnir formi það að reyna fyrir sér ofanjarðar. Hvergi á Vesturlöndum eru dregin skarp- ari skil milli grasrótarinnar í myndlist og hinna sem almenningi eru þóknanlegir, hvorki í aðstöðu né viðhorfum. Hvarvetna er vegur listamanna hraðfleygari og tengsl- in auðsóttari milli grasrótar og virtustu safna. Nú hefur Gula húsið tekið við af Nýlistasafninu – báðir staðirnir eru í Skuggahverfinu – sem bið- stöð róttækustu viðhorfa í mynd- list, eða svo mætti ætla. Ef um leikhús væri að ræða teldist Gula húsið vera Off, off Broadway, með- an Nýlistasafnið væri bara Off Broadway. Ekkert í sýningahaldi þessara húsa er þó svo róttækt að annað eins sjáist ekki í virðuleg- ustu söfnum á Vesturlöndum. Í Tate Modern, Museo de Reina Sofia, Centre Pompidou, Kiasma, Moderna Museet og Hamburger Bahnhof í Berlín eru sýningar ekkert minna róttækar en í Ný- listasafninu eða Gula húsinu, síður en svo. Munurinn er sá að þar er nýja bruminu ekki stöðugt haldið neðanjarðar. Það er vert að hafa þetta í huga þegar gengið er um ganga Gula hússins á sýningu Lonu Daggar Christensen, Hildar Margrét- ardóttur og Huldu Vilhjálmsdótt- ur. Allar nýta þær blandaða tækni með málaralist sinni og tekst þeim að gera sameiginlega sýningu sem býr yfir miklum möguleikum, létt- leik og krafti. Til dæmis mála þær Lona, Hildur og Hulda þannig að hvergi vottar fyrir kyrkingi né snemmbúinni þreytu í tækni þeirra. Þær eru hreinlega úti eftir möguleikum í staðinn fyrir að láta hefðina hefta sig um of. Þá gera þær ýmsar tilraunir, bæði innan rammans og utan, sem auðvelt er að sjá sem vegvísa til frekari þróunar. Svarttöflumálverk Hildar eru dæmi um slíka mögu- leika, sem og verk Huldu sem skiptast gjarnan í fleiri hluta, klasa eða grúppur, vísast undir óbeinum áhrifum myndasögunnar. Þá er myndvarp Lonu af látinni konu, niður kjallarastigann, prýð- isgott dæmi um athyglisverða nýt- ingu rýmisins. Sameiginlega vinna vinkonurnar þrjár svo myndbands- verk í kjallaranum sem þær kalla Fílapensilinn. Baksviðið er sjoppa í miðbæ Reykjavíkur og undir er spiluð gömul dægurtónlist. Þótt vissulega minni heiti mynd- bandsins á titil samsýningar nokk- urra annarra listmálara á Kjar- valsstöðum, og listakonurnar geri jafnframt góðlátlegt grín að sjálfs- mynd Nerdrum með fullri reisn, þá stendur sýning þeirra fyllilega fyrir sínu sem sjálfstætt framlag óháð þessum skondnu tilvísunum. Pensillinn lengi lifi! MYNDLIST G u l a h ú s i ð , L i n d a r g ö t u Til 13. maí. Opið föstudaga til sunnudaga frá kl. 16–19. MÁLVERK & BLÖNDUÐ TÆKNI LONA DÖGG CHRISTENSEN, HILDUR MARGRÉT- ARDÓTTIR & HULDA VIL- HJÁLMSDÓTTIR Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Eitt af verkunum á sýningu þeirra Lonu, Hildar og Huldu í Gula húsinu, Lindargötu. Halldór Björn Runólfsson JÓRUKÓRINN og Karlakór Selfoss halda sameiginlega tónleika í Ými, við Skógarhlíð, annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30. Jórukórinn er skipaður 48 konum sem búa á Selfossi og í nágrenni. Stjórnandi er Hel- ena Káradóttir og undirleikari Þórlaug Bjarnadóttir. Kórinn syngur hefðbundin sönglög, djass og dægurlög, erlend og innlend. Karlakór Selfoss er skipað- ur rúmlega 50 körlum. Stjórn- andi er Loftur Erlingsson og undirleikari Helena Káradótt- ir. Þeir flytja ný og eldri karlakórslög. Sunnlensk- ar karla- og kven- raddir í Ými
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.