Morgunblaðið - 10.05.2001, Side 51

Morgunblaðið - 10.05.2001, Side 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 51 var fugl sem flaug í átt til sólar en missti skyndilega flugið. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Sigurhirti og mildi hans og góðmennsku. Að sonur minn hafi orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að læra svo margt gott og fallegt af afa sínum, á þessu tveimur og hálfa ári sem þeir hafa átt saman. Ég þakka fyrir allar þær stundir sem Sigur- hjörtur eldri og Unnur hafa gefið okkur, ég hef aldrei áður kynnst því- líku örlæti og greiðvikni og hjá þeim hjónum. Það hljómar næstum of gott til að vera satt, en orð megna ekki að lýsa hinni hreinu lund sem prýddi þennan mann. Orð megna einnig lít- ils, þegar leitast er við að lýsa þeim söknuði og missi sem við tökumst nú á við. „En ég veit, að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn.“ Þar vitna ég í Jónas Hallgrímsson, orð sem voru bara orð, en hafa nú öðlast djúpa og sanna merkingu. Sigurhjörtur var að bjarga litlum þresti, á þeirri stundu sem kallið kom, og hann heldur áfram að styrkja og styðja okkur öll, eftir sem áður. Það á ekk- ert betur við á þessari stundu en vitna í ljóðlínur sem Sigurhjörtur sjálfur valdi er hann ritaði minning- arorð fyrir mörgum árum um tengdaföður sinn: Flýt þér, vinur, í fegra heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans Meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson.) Sigrún Sól Ólafsdóttir. Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni að eigi geti syrt eins sviplega og nú; og aldrei er svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú. (M. Joch.) Þegar við nú kveðjum kæran bróður og mág hinstu kveðju kemur margt í hugann. Elstur okkar sex systkina sem upp komust og fyrir- mynd okkar allra. Afburðagóður námsmaður og heill í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Foreldrum okkar öldruðum reyndist hann traust stoð og tengdamóður sinni góður tengdasonur. Sigurhjörtur var gæfumaður og við hlið hans stóð hin góða og trausta eiginkona Unnur Vilhjálmsdóttir eins og klettur og synirnir tveir. Seinna komu tengda- dæturnar og barnabörnin tvö sem voru eftirlæti hans og sólargeislar. Það var gott að sækja þau Unni heim og okkur systkinunum hélt hann saman og margar voru hátíð- arstundirnar sem við áttum hjá þeim. Aðeins viku fyrir andlát hans vorum við saman í fjölskyldufagnaði og eins og alltaf var ýmislegt frá gömlu dögunum rifjað upp. En nú er skarð fyrir skildi og okkar er að hlýja okkur við allar góðu minning- arnar, en hugur okkar er hjá fjöl- skyldu hans sem við vottum alla okk- ar samúð og biðjum að þau finni huggun í sorginni. Þú sefur eins og bylgja sem vindar hafa vaggað í værð á lygnum fleti. Andar hljótt. Og liljuhvítar mundir hafa lokað augum þínum og ljóssins dísir boðið góða nótt. Svo fagurt er vort mannlíf, svo fullt af ást og mildi, þó feyki visnum blöðum gegnum draum þinn stormaher. Ímynd þess, sem vonar, sem verndar allt og blessar skal vaka yfir þér. (Kristján frá Djúpalæk.) Anna og Guðmundur. Skjótt hefur sól brugðið sumri, því séð hef ég fljúga fannhvíta svaninn úr sveitum til sóllanda fegri. Sofinn er nú söngurinn ljúfi í svölum fjalldölum, grátþögull harmafugl hnípir á húsgafli hverjum. Skjótt hefur guð brugðið gleði góðvina þinna, ástmögur Íslands hinn trausti og ættjarðar blóminn! Áður sat ítur með glöðum og orðum vel skipti. Nú reikar harmur í húsum og hryggð á þjóðbrautum. (Jónas Hallgrímsson.) Í dag kveðjum við kæran tengda- son, mág og svila Sigurhjört Pálma- son. Það er margs að minnast þegar við lítum til baka yfir þau fjörutíu ár sem við höfum átt samleið og aldrei bar skugga á. Sigurhjörtur var ljúfur í lund, hvers manns hugljúfi og það geislaði frá honum góðvild og hlýja. Alltaf var hann tilbúinn að rétta hjálpar- hönd þeim er á þurftu að halda og tengdamóður sinni einstaklega hjálplegur. Sigurhjörtur var mikill fjölskyldu- maður og voru þau hjón Unnur og hann samhent og samrýnd. Eftir að þau luku störfum hafa þau átt góðan tíma saman og í samveru með barna- börnunum Unni Svölu og Sigurhirti, en gjarnan hefði sá tími mátt verða lengri. Þau voru iðin við að rækta samband við ættingja og vini og þær eru margar ánægjustundirnar sem við höfum átt á heimili þeirra. Kæri Sigurhjörtur, við minnumst þín með þakklæti og söknuði. Við biðjum góðan guð að vaka yfir elsku Unni, Villa, Pálma, Siggu, Sig- rúnu, Unni Svölu og Sigurhirti og gefa þeim styrk. Blessuð sé minning Sigurhjartar. Aðalbjörg og fjölskyldur. Sigurhjörtur var einstaklega vel gerður maður. Hann var giftur gáf- aðri og hlýlyndri konu, Unni Vil- hjálmsdóttur, og þau áttu tvo syni, Vilhljálm og Pálma. Hvernig gat það gerst að fjölskyldufaðirinn, sá sem var og er enn í hugum okkar þunga- miðjan í öllu sem gera skyldi og sá sem tók á sig ábyrgðina á smáum og stórum framkvæmdum innan fjöl- skyldunnar, væri allt í einu kallaður heim til feðra sinna og frá okkur? Svo ótrúlegt og eiginlega ekki leyfi- legt, vegna þess hlutverks sem Sig- urhjörtur gegndi í fjölskyldunni að vera sá öxull sem annað fjölskyldulíf snerist um. Þrátt fyrir þessa miklu eiginleika var samt annað sem skipti sköpum um þá mynd sem hann gaf okkur með lífi sínu; hinn mildi og glaðlegi maður sem alltaf brosti ljúft undir öllum samræðum og kom allt- af með góðar útskýringar á hverju sem við annars reyndum að útskýra eða gagnrýna. Sigurhjörtur var fag- ur á velli og bjartur yfirlitum, hvítt hárið var vel greitt og bláu blíðlegu augun horfðu á mann full af lífi og kátínu. Mörg eru þau fjölskylduboðin og þær uppákomur sem hafa verið haldnar í Vesturbergi 27 og oft hleg- ið dátt, því glaðlyndið var ríkjandi þáttur í fjölskyldulífinu. Þar var gott að njóta ljúfra kræsinga sem Sig- urhjörtur átti sinn stóra þátt í að búa til. Allt líf í Vesturbergi snerist í kringum hamingju og gott líf. Og það var alveg sama hversu oft maður var í sambandi við Vesturbergið eða hversu iðulega þörf var á að hittast, alltaf voru þau saman hjónin, Unnur og Sigurhjörtur, samtaka í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur, hvort heldur var veisla heima, bara venju- legt kaffispjall heima hjá þeim eða í öðru heimahúsi, verslunarferð eða það að kíkja í glugga við Laugaveg- inn, ferð á kaffihús í borginni, ferða- lag út á land á sumrin. Einatt voru þau hjónin saman um ákvarðanir. Og það voru þau víst í þau um það bil fjörutíu ár sem þau höfðu verið heit- bundin hvort öðru. Og þvílík heit- binding! Þau voru nánast sem ein manneskja. Því þó þau væru ekki saman hverja stund þá voru þau í stöðugu sambandi og vissu alltaf hvar hitt var niðurkomið eða á hvaða leið. Einu sinni sem oftar vorum við að borða saman ásamt fleirum í Vesturbergi ásamt Öllu, móður Unnar. Yfir kaffibollunum í stofunni með fallega útsýninu yfir Reykjavík- urborg tókum við Alla til að bera saman ökkla okkar. Okkur langaði nefnilega að vita hvor okkar væri líklegri til að hafa dansað meira á okkar ungdómsárum. Og Sigur- hjörtur var viss um að Alla hlyti að hafa verið fádæma dansmær og tók til að leika á píanóið á heimilinu og spilaði létt danslag og við og fleiri stigum danssporin og Aðalbjörg sveif um gólfið og var strax kosin besta dansmærin. Og Sigurhjörtur hélt áfram að spila og allir tóku til að syngja með eins og svo oft áður í Vesturbergi. Því Sigurhjörtur var mjög músíkalskur og einnig synirnir og spilaði á píanóið fyrir sjálfa sig og aðra þegar hann langaði til. Eitt sinn fórum við hjónin ásamt Öllu í bíltúr á leið í heimsókn í sum- arbústað að Flúðum þar sem Sigga, Villi og Unnur Svala voru ásamt vinafólki. Á leiðinni austur hlógum við mikið því Alla var svo spaugsöm og við sátum með fína hatta í aft- ursætinu og þeir fóru fram fyrir augu okkar eða út á hlið allt eftir því sem bíllinn skókst er hann fór um ósléttari vegi. Og svo þegar við stönsuðum á leiðinni áttum við fullt í fangi með að halda höttunum á höfð- um okkar vegna vindáttar og við sem ætluðum að vera sem líkastar enskum hefðardömum á ferðinni í sveitasæluna. Og Sigurhjörtur hló dátt við stýrið því honum leið best þegar allir voru hlæjandi og nutu sín. Eitt er víst, hann Sigurhjörtur vill ekki að við sitjum núna með sút og sorg í sinni vegna hans. Alls ekki. Hann sem aðeins þráði gleði og gam- an og að allir hefðu það sem best og skemmtilegast. Því biðjum við góðan Guð um að blessa minninguna um þennan kæra fjölskylduföður sem með lífi sínu kenndi öðrum megin- gildi þessa lífs; að sýna kærleika, umhyggju og áhyggjuleysi með ábyrgð. Hann var sá sem vildi kalla fram gleði fólksins síns og annarra í kringum sig. Hann vildi að aðrir skildu hversu mikilvægt og stórkost- legt það er að sýna mildi og fórnfýsi og það að gleyma sér í ást til sinna nánustu eins og Sigurhjörtur gerði allt sitt líf. Dóttir mín var lánsöm að eiga Sig- urhjört sem tengdaföður. Hann var henni og dóttur hennar svo góður alla tíð. Oft sat Unnur Svala litla trygg í fangi afa síns og vildi ekki annars staðar vera þegar hann var með þeim. Og nú veit hún að afi er kominn til Jesú. Guð varðveiti minn- inguna um þennan góða mann og gefi okkur sinn styrk í sorginni. Þóra Benediktsson. Sigurhjörtur Pálmason verkfræð- ingur er látinn. Kallið kom öllum að óvörum. Við höfðum talað saman deginum áður og ákveðið að hittast þá eftir helgina. Við vorum langt komin með að ganga frá lausum end- um varðandi fyrirtækjareksturinn. Sigurhjörtur hafði unnið í áratugi með eiginmanni mínum, Hauki Pjet- urssyni verkfræðingi, sem lézt fyrir rúmu ári. Mælinga- og kortagerð- arfyrirtækið Forverk hf. var lengst- um þeirra sameiginlegi vinnustaður. Samvinna þeirra tveggja var ætíð eins og bezt verður á kosið. Vinátta hans og stuðningur var mikilvæg Hauki eftir að hann stofnaði fyrir- tækið árið 1956. Þegar kortagerð- arhluti Forverks var seldur stofnuðu Haukur, Sigurhjörtur og Friðrik Adolfsson verkfræðingur Forverk sf. Þar var haldið áfram vinnu við mælingar. Einnig hófu þeir Sigur- hjörtur og Haukur að vinna saman að staðsetningu landamerkja jarða. Þessi nýi starfsvettvangur varð hinn ánægjulegasti fyrir þá. Árið 1997 verða þáttaskil. Stofnað var nýtt hlutafélag, Forverk hf., á gömlum grunni, en nú í samvinnu við Sigurð Ragnarsson verkfræðing, verk- fræðistofuna Línuhönnun hf. og LH tækni. Sigurhjörtur vann áfram í Forverki þangað til í fyrra. Þar til árið 1997 var fyrirtækj- areksturinn á Freyjugötu 35, þar sem við Haukur áttum heima og síð- ar dóttir mín Björg og fjölskylda. Bæði börn okkar Hauks og barna- börn hafa því kynnst Sigurhirti frá barnæsku. Dætur mínar, Björg og Inga Lís, og sonur, Björn Óli, unnu með honum í Forverki og kynntust honum vel. Þau minnast hans nú með hlýhug og þakklæti fyrir vin- semd hans í garð fjölskyldunnar. Ég sá um bókhald í Forverki frá 1982 og var samveran með Sigur- hirti alltaf ánægjuleg. Sigurhjörtur hafði undanfarið verið mér afar hjálplegur við að flokka gömul sögu- leg gögn frá starfsemi gamla For- verks. Þegar ég talaði við Sigurhjört hinsta sinni sat hann með barnabarn sitt í fanginu og var hinn ánægðasti með lífið og tilveruna. Þannig er gott að minnast hans. Ég er mjög þakklát fyrir sam- starfið og þá vináttu sem Sigurhjört- ur sýndi okkur hjónum. Sendi ég og fjölskylda mín Unni, sonum þeirra og fjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing Sigurhjartar. Jytte Lis Østrup. Móðurbróðir minn, Sigurhjörtur Pálmason, er látinn, 75 ára að aldri. Ég hitti Sigurhjört viku áður en hann lést, hressan í bragði, en Sig- urhjörtur bar aldurinn vel. Um hann léku mildir straumar. Yfir honum var sífelld birta. Sigurhjörtur rækt- aði garðinn sinn. Um morguninn var hann við vorverkin í garðinum þegar hann kom auga á fugl sem flogið hafði inn um gluggann. Sigurhjörtur fór inn og vildi hjálpa fuglinum út í frelsið; og var það hans síðasta verk hér á jörðu. Sú hinsta kveðja er nokkuð lýs- andi fyrir persónuleikann, hjálpsem- ina sem honum var svo eiginleg. Pabbi segir að sá maður sem ekki vissi hvað kærleikur var hefði aðeins þurft að hitta Sigurhjört. Ég tek heilshugar undir þau orð. Sigurhjörtur var ótrúlega hlýr mað- ur og mildur; hafði góða nærveru. Hann var opinn og fróður, hallmælti engum og var alveg fordómalaus. Þegar ég var lítill var Sigurhjört- ur frændinn með stóru effi. Eftir að hann lauk verkfræðinámi í Kaup- mannahöfn og hóf störf hér heima bjó hann hjá foreldrum sínum, afa mínum og ömmu, Soffíu Sigurhjart- ardóttur og Pálma Einarssyni, á Laugateignum. Ég fór með honum í ótal bíltúra á rauðri Volkswagen- bjöllu og við ræddum heima og geima. Sigurhjörtur talaði við mig sem félaga, virkjaði mínar barnslegu vangaveltur og tók mig alvarlega. Sigurhjörtur átti grammófón og keypti handa mér fyrstu grammó- fónplötuna sem ég eignaðist, Kard- emommubæinn. Hana hlustaði ég á frá morgni til kvölds og ef ég gisti hjá afa og ömmu vakti ég Sigurhjört fyrir allar aldir með þeim kumpán- um Kasper, Jesper og Jónatan. Eftir að Sigurhjörtur kynntist sinni góðu konu, Unni Vilhjálms- dóttur, fluttu þau á Hofteiginn, næstu götu við Laugateig. Þar var ég einnig tíður gestur, fylgdist með Villa stíga sín fyrstu spor og síðar Pálma. Sigurhjörtur og Unnur voru samhent hjón og báru með sér hlýju og vináttu hvar sem þau komu. Ég og fjölskylda mín vottum Unni og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Einar Már Guðmundsson. Elsku Sigurhjörtur, fyrir hönd strákanna á Háaleitisbraut vil ég skrifa til þín og þinnar yndislegu fjölskyldu sem þú skilur eftir nokkr- ar þakkarlínur. Ég votta ættingjum og fjölskyldu þinni mína dýpstu samúð. Það verð- ur vissulega tómlegt fyrir þau að sjá á eftir jafn heilsteyptum og ástrík- um fjölskylduföður, en í huga okkar eru ótal góðar minningar um þig sem við varðveitum, minningar sem munu ylja okkur öllum um ókomna tíð. Sem skóla- og íþróttafélagi Vil- hjálms var ég ásamt mörgum öðrum jafnöldrum hans tíður gestur á heimili ykkar. Þær stundir voru góð- ar og unun að horfa á þá ást sem ríkti á heimilinu. Okkur strákunum var ávallt vel tekið og fyrir hönd þeirra þakka ég fjölskyldunni í Vest- urbergi 27 kærlega fyrir frábæra viðkynningu. Þar sáum við strákarn- ir í Fram hversu mikla áherslu þið hjónin lögðuð á að rækta tengsl við fjölskylduna og mikilvægi þess að eiga góða og samheldna fjölskyldu. Takk fyrir að taka alltaf vel á móti okkur. Takk fyrir að leyfa okkur að vera við sjálf. Takk fyrir að trúa á okkur. Takk fyrir þann kærleik sem þið sýnduð okkur. Við þig, elsku Unnur, vil ég segja að Sigurhjörtur hefur nú yfirgefið þessa vídd og farið yfir til þess sem sumir kalla „sumarlandið“, en þaðan mun hann vaka yfir barnabörnun- um, aðstandendum og þér um ókomna tíð. Það geta ekki margar fjölskyldur státað af jafn indælu heimili og þið komuð upp. Megi þessar góðu stundir er þið áttuð saman og sá kærleikur er þið sýnduð öðrum styðja þig og fjölskyldu þína í gegnum sorg ykkar nú. Jakob Þór Haraldsson. Ég fór heim til Íslands um daginn. Var þá einn af góðu punktunum í ferðinni að hitta Sigurhjört. Við unn- um saman nokkra daga, þar sem við yfirfórum ýmis smámál, og var þá eins og við hefðum hist í gær. Þegar við kvöddumst á Laugaveginum sagði ég við hann að nú sæjumst við eftir rúman mánuð og hlakkaði ég til þess að hitta hann. En svo skyldi ekki fara. Ég þekkti Sigurhjört alveg frá barnæsku. Fyrirtækið Forverk, sem bæði faðir minn og hann unnu við, var á Freyjugötu 35, þar sem for- eldrar mínir áttu heima. Sigurhjört- ur var einn af þeim örfáu mönnum sem ég hef hitt um ævina, sem ég get með sanni sagt að hafi verið góð- ir menn á allan hátt. Í öll þau ár sem ég þekkti hann, sem losuðu fjörutíu, vissi ég aldrei til að hann ræddi illt um nokkurn mann né málefni og það held ég sé sjaldgæft. Jákvæður, hress, alltaf tilbúinn að ræða um hitt og þetta með léttu brosi. Þegar ég byrjaði að vinna ellefu ára hjá Forverki sem mælingastrák- ur var Sigurhjörtur bæði yfirmaður og lærimeistari. Ekki vissi ég þá, að ég ætti eftir að vinna með honum, reyndar með hléum, í tuttugu og níu ár. Með föður mínum vann hann í tæp 45 ár, þannig að þetta var í fjöl- skyldunni. Samstarf okkar og sam- vera var alltaf góð. Það var fróðlegt að sjá hvernig hann vann allt hratt og vel en án alls asa. Eftir að faðir minn og hann ákváðu að stofna saman fyrirtæki jókst samband okkar frekar. Ég fór þá einnig að kynnast Unni konu hans. Þá fór ég að skilja hvers vegna Sigurhjörtur var svona ánægður með lífið og tilveruna, enda átti hann sérstaklega góða konu. Var alltaf gaman að fara með þeim á árshátíð Verkfræðingafélagsins og sjá þau snúast um gólfið, enda var tónlist honum í blóð borin. Ég votta fjölskyldunni hans sam- úð mína. Allir sem kynntust Sigur- hirti munu sakna hans mikið en ekki síst þið. Björn Óli Hauksson. Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 MOSAIK ✝ Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.