Morgunblaðið - 10.05.2001, Page 63
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 63
STÚDENTAR við Háskóla Ís-
lands vörpuðu öndinni léttar þegar
fregnir bárust af því, að samningar
í kjaradeilu Félags háskólakennara
og ríkisins hefðu tekist einum og
hálfum sólarhring áður en til fyr-
irhugaðs verkfalls kennara átti að
koma. Verkfall á prófatímabili
hefði haft gífurlega alvarlegar af-
leiðingar í för með sér fyrir stúd-
enta, bæði fjárhagslegar og félags-
legar.
Það er vissulega fagnaðarefni að
því ófremdarástandi skuli hafa ver-
ið bægt frá en engu að síður er um-
hugsunarvert hvernig svo mikil-
vægir hagsmunir geta verið settir í
slíka hættu vegna réttindabaráttu
sem í raun tengist hagsmunum
stúdenta ekki nema óbeint. Stúd-
entar við Háskóla Íslands áttu ekki
aðild að kjaradeilunni en þeir lögð-
ust hins vegar á eitt um að þrýsta á
deiluaðila að ná sáttum í ljósi
þeirra hagsmuna sem í húfi voru.
Andstæðar fylkingar Vöku og
Röskvu sneru saman bökum innan
Stúdentaráðs og Vaka efndi til
undirskriftasöfnunar meðal nem-
enda sem voru við lestur í bygg-
ingum háskólans eftir að próflestur
hófst. Markmið þeirrar undir-
skriftasöfnunar var að gefa stúd-
entum tækifæri á að koma skila-
boðum sínum um aukinn sáttahug
milliliðalaust til deiluaðila. Undir-
skriftasöfnunin gekk vel og skrif-
uðu tæplega eitt þúsund stúdentar
undir, eða mikill meirihluti þeirra
sem náðist í þessa daga.
Að kvöldi sunnudagsins 29. apríl
gengu oddviti Vöku í Stúdentaráði
og formaður félagsins á fund deilu-
aðila í húsnæði Ríkissáttasemjara
og komu sjónarmiðum stúdenta til
skila. Tæpum tólf tímum síðar voru
samningar í höfn. Margir samverk-
andi þættir urðu til þess að samn-
ingar náðust í tæka tíð, en einhug-
ur stúdenta og skýr skilaboð þeirra
til deiluaðila hafa vafa-
lítið vegið þungt.
Allt færir þetta okk-
ur heim sanninn um
það, hversu miklu
stúdentar geta fengið
áorkað með samstillt-
um og markvissum að-
gerðum. Vaka, félag
lýðræðissinnaðra
stúdenta, vill koma á
framfæri þökkum til
stúdenta fyrir þeirra
framlag og einnig til
deiluaðila fyrir að hafa
komist að samkomu-
lagi sem skipti svo
miklu fyrir svo marga.
Stúdentar lögðu lóð
sitt á vogarskálarnar
Borgar Þór
Einarsson
Kjaradeila
Skýr skilaboð stúdenta
til deiluaðila, segja
Þorbjörg S. Gunnlaugs-
dóttir og Borgar Þór
Einarsson, hafa
vafalítið vegið þungt.
Þorbjörg er oddviti Vöku í
Stúdentaráði og Borgar Þór
er formaður Vöku.
Þorbjörg S.
Gunnlaugsdóttir
Buxur
Neðst á Skólavörðustíg