Morgunblaðið - 10.05.2001, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 10.05.2001, Qupperneq 63
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 63 STÚDENTAR við Háskóla Ís- lands vörpuðu öndinni léttar þegar fregnir bárust af því, að samningar í kjaradeilu Félags háskólakennara og ríkisins hefðu tekist einum og hálfum sólarhring áður en til fyr- irhugaðs verkfalls kennara átti að koma. Verkfall á prófatímabili hefði haft gífurlega alvarlegar af- leiðingar í för með sér fyrir stúd- enta, bæði fjárhagslegar og félags- legar. Það er vissulega fagnaðarefni að því ófremdarástandi skuli hafa ver- ið bægt frá en engu að síður er um- hugsunarvert hvernig svo mikil- vægir hagsmunir geta verið settir í slíka hættu vegna réttindabaráttu sem í raun tengist hagsmunum stúdenta ekki nema óbeint. Stúd- entar við Háskóla Íslands áttu ekki aðild að kjaradeilunni en þeir lögð- ust hins vegar á eitt um að þrýsta á deiluaðila að ná sáttum í ljósi þeirra hagsmuna sem í húfi voru. Andstæðar fylkingar Vöku og Röskvu sneru saman bökum innan Stúdentaráðs og Vaka efndi til undirskriftasöfnunar meðal nem- enda sem voru við lestur í bygg- ingum háskólans eftir að próflestur hófst. Markmið þeirrar undir- skriftasöfnunar var að gefa stúd- entum tækifæri á að koma skila- boðum sínum um aukinn sáttahug milliliðalaust til deiluaðila. Undir- skriftasöfnunin gekk vel og skrif- uðu tæplega eitt þúsund stúdentar undir, eða mikill meirihluti þeirra sem náðist í þessa daga. Að kvöldi sunnudagsins 29. apríl gengu oddviti Vöku í Stúdentaráði og formaður félagsins á fund deilu- aðila í húsnæði Ríkissáttasemjara og komu sjónarmiðum stúdenta til skila. Tæpum tólf tímum síðar voru samningar í höfn. Margir samverk- andi þættir urðu til þess að samn- ingar náðust í tæka tíð, en einhug- ur stúdenta og skýr skilaboð þeirra til deiluaðila hafa vafa- lítið vegið þungt. Allt færir þetta okk- ur heim sanninn um það, hversu miklu stúdentar geta fengið áorkað með samstillt- um og markvissum að- gerðum. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, vill koma á framfæri þökkum til stúdenta fyrir þeirra framlag og einnig til deiluaðila fyrir að hafa komist að samkomu- lagi sem skipti svo miklu fyrir svo marga. Stúdentar lögðu lóð sitt á vogarskálarnar Borgar Þór Einarsson Kjaradeila Skýr skilaboð stúdenta til deiluaðila, segja Þorbjörg S. Gunnlaugs- dóttir og Borgar Þór Einarsson, hafa vafalítið vegið þungt. Þorbjörg er oddviti Vöku í Stúdentaráði og Borgar Þór er formaður Vöku. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Buxur Neðst á Skólavörðustíg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.