Morgunblaðið - 10.05.2001, Side 64

Morgunblaðið - 10.05.2001, Side 64
UMRÆÐAN 64 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SVO sem mörgum er kunnugt um var lögvísi löngum mikils metin hér á landi á fyrri öldum og lög voru meðal þess, sem fyrst var fært í let- ur á okkar máli. Form dómstarfa samkvæmt fornum landsrétti átti sinn þátt í því, að al- menningur vissi fleira um lög og rétt en ella hefði verið, en löngum voru dómar fjölskipaðir leikmönnum og að öðru leyti með þeim hætti, að þingsóknarmönnum var auðvelt að fylgjast með ýmsum þáttum dómsferlis og hafa lærdóm af. Á síðustu öldum leiddu breytingar á réttarfarslöggjöf landsins þó m.a. til þess, að þátttaka almennings í dómstörfum hvarf að miklu leyti og almenn lagakunnátta þvarr þá einnig til mikilla muna. Á síðari tímum hefur orðið allnokkur breyting þar á, m.a. með tilkomu bættrar fjölmiðlunar og almennrar upplýsingar, enda þótt fullyrða megi að enn sé mikilla úrbóta þröf. Nú um stundir ber tvímælalaust nauðsyn til – e.t.v. fremur en nokkru sinni fyrr – að allur almenningur hafi glögga innsýn í ýmis þau grundvall- aratriði réttarins, sem helst snerta stöðu einstaklinga og fjölskyldunnar í samfélaginu og um margvísleg við- skipti manna við samborgara sína. Lögvarin mannréttindi, af hvaða toga sem er, verða aldrei fullvirk nema al- menningur geri sér glögga grein fyrir tilvist þeirra og eðli og skilji nauðsyn þess að vernda beri stöðu borgaranna að lögum og í framkvæmd, þannig að stjórnarskrárvarin réttindi verði ekki brotin á þeim. Í þessu efni gegna fjöl- miðlar veigamiklu hlutverki við skil- virka lýðfræðslu og með því að halda uppi gagnrýnni samfélagsumræðu, sem byggist m.a. á lögfræðilegum rökum. Þá má heldur ekki gleyma hlutverki og skyldum grunnskóla og almennra framhaldsskóla á þessu sviði. Vitundin um rétt sinn og viljinn til að gæta hans er ein hin besta vörn borgarans gegn ofríki annarra og misbeitingu valds sem og gegn hvers kyns ólögum og óstjórn, sem kann að ógna réttarríkinu. Aðhald frá al- menningi er öllum ráðamönnum nauðsynlegt og stuðlar að góðu sam- lífi manna og almennum velfarnaði. „Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða“ var forðum sagt – og enn á það við, að ef við rjúfum þá allsherj- arreglu, sem lögunum fylgir, rjúfum við einnig friðinn, en almennur friður manna á meðal er ein helsta undirstaða efnalegrar og félags- legrar hagsældar og í skjóli hans dafnar menningin best. Réttarríki því, sem við stærum okkur af, verður ekki haldið uppi nema réttarvitund al- mennings sé rík og sívirk. Á því sviði gegna löglærðir menn lykilhlutverki og þeir bera einnig sérstaka ábyrgð gagnvart gjörvöllu samfélaginu. Á lagamönnum – háskólamenntuð- um fagmönnum í lögfræði – hvílir m.a. sérstök skylda til að upplýsa fólk um þau atriði laga og réttar, er helst snúa að öllum almenningi, að leið- beina mönnum um völundarhús lag- anna, þar sem þeim er víða fallhætt, sem ekki hafa nána þekkingu á fræð- unum, og leysa með faglegum hætti úr ágreiningi manna á meðal. Þörfin á góðri lögfræðiþjónustu – hvort heldur sem er af hálfu embættismanna eða lögmanna – hefur farið sívaxandi eftir því sem þjóðfélagið hefur gerst marg- brotnara, með tilheyrandi grósku frumskógar laga og stjórnvaldsfyrir- mæla, en hraði og þungi þeirrar þró- unar mun enn aukast til muna með vexti (að sumra mati ofvexti) þess regluverks, sem er samofið þjóðfélagi nútímans. Augljóst má vera, að lögfræðingar megna ekki að gegna þessu hlutverki sínu nema þeim sé tryggð góð mennt- un, m.a. góð kennsla á háskólastigi. Lögfræðikunnáttan ein saman, þótt mikilvæg sé, verður þó aldrei nema Efling kennslu og rannsókna í lögfræði Páll Sigurðsson Menntun Lagakennslan og lög- fræðirannsóknirnar við Háskóla Íslands líða nú vegna fjárskorts. Páll Sigurðsson segir að þörf sé á stórauknum fjárveitingum. TÓNLISTARLÍFIÐ hér á landi er ein af plöntum þjóðarinnar sem hafa vaxið, dafnað og blómstrað síðast- liðna áratugi. Þetta hefur þó ekki komið til af framúrskarandi um- hirðu eigendanna, heldur þvert á móti nánast óútskýranleg- um lífskrafti plöntunn- ar sjálfrar, sem annars býr við fullkomlega óviðunandi aðstæður. Þegar kemur að um- hirðunni verður nefni- lega að viðurkennast að á margan hátt virð- ist þroski þjóðarinnar í raun vera rétt á borð við meðalungling í sam- anburði við þjóðir sem eiga sér lengri hefðir í þessum efnum. Þó við séum ótrúlega langt komin á mjög mörgum sviðum í saman- burðinum virðist ennþá vanta mik- ið upp á uppfræðslu til að fólk læri að meta kennslu, menningu og list- ir að verðleikum. Einhvers staðar í keðju samfélagsins hlýtur einfald- lega að vanta skiln- ing á því hvers virði t.d. tónlist og tónlist- arkennsla í raun og veru er og af hverju þjóðin þarf á því að halda að starfrækja sinfóníuhljómsveit við góðar aðstæður. Það er þó til mikið af fólki sem veit betur og því er það fyrir löngu farið að hljóma nánast sem hræsni þegar þetta sama fólk, klætt spariföt- unum, státar sig af plöntunni sem virðist þó alltaf mæta af- gangi þegar kemur að vökvun, hvað þá umpottun. Ég held að það sé mjög hollt að velta því við og við fyrir sér í nú- tímasamfélaginu hvað gerir okkur (enn) að manneskjum; vega ögn upp á móti tæknivæðingunni, rækta núið og samþykkja það að þótt tækni, tölvur og tól séu vissu- lega til framþróunar á margan hátt munu þau aldrei koma í stað mannlegrar nálgunar. Tónlist er, líkt og tungumál, sammannlegt fyrirbrigði. Hún er eitt af því í líf- inu sem leiðir til sterkra upplifana, sem mannfólkið fær einnig í tengslum við t.d. dans, bókmennt- ir, myndlist, mat og náttúru. Með- vitað eða ómeðvitað sækist fólk í og notar tónlist á margan hátt til að komast nær tilfinningum sínum, allt frá einfaldri upplyftingu hug- ans til lækninga. Það hefur verið margsannað vís- indalega að það eru fáar eða engar greinar sem þarfnast virkni jafn- margra heilastöðva í einu og þegar glímt er við að spila tæknilega og músíkalskt erfiða tónsmíð á hljóð- færi. Nákvæmnisvinnan, tíminn, álagið og samkeppnin sem liggur að baki tónlistarnámi er því engu minni en t.d. lækna, ef við tökum heilbrigðisgeirann sem dæmi, eða lögfræðinga í þjónustu- og við- skiptageiranum. Það fólk sem stendur að því að búa til sinfóníu- hljómsveit hefur og yfirleitt að sama skapi stundað 5–7 ára há- skóla- og sérnám. Auðvitað mun aldrei öll þjóðin fá áhuga á klassískri tónlist enda val af hinu góða og hver verður aug- ljóslega að fá að fæða andann á sinn hátt. Eins eru jú líka til rauð- ar ástarsögur, Halldór Laxness og allt þar á milli og fólk velur sér lestrarefni eftir því á hvað hug- urinn kallar í hverju tilfelli. En það að enn sé til ungt fólk hér á landi sem skrifar af sannfæringu og fær birtar greinar um að leggja niður Sinfóníuhljómsveit Íslands er al- veg með ólíkindum og að mínu mati til háborinnar skammar. Í dag eru laun Sinfóníumeðlima það lág að nánast allir þurfa að stunda kennslu eða aðra vinnu að auki. Til að nefna aðeins eitt lítið dæmi þess hvað þetta er úrelt og óeðlilegt ástand má benda á að prófessor við tónlistarskóla í Þýskalandi má ekki samtímis þiggja stöðu í hljómsveit. Hvort tveggja er fullt starf og báðum störfunum fylgir mjög mikill und- irbúningur sem íslenskt tónlistar- fólk hefur fram að þessu fram- kvæmt með aukaorkunni. Þessi staðreynd, ásamt gluggalausri starfsaðstöðu í bíói á Melunum, er fyrir löngu hætt að vera svo mikið sem einu sinni hlægilegt ástand. Þetta er ekki hægt lengur og engin leið að ætlast til að tónlistarmenn frekar en aðrir vinni vinnu sína af ástríðunni einni saman. Vökvun, umpottun og jafnvel áburður er fyrir löngu orðinn lífsnauðsynlegur og ég skora á forsvarsmenn þjóð- arinnar að taka sig saman í andlit- inu, bæta kjör tónlistarfólks til muna, meta menntun okkar í takt við aðrar stéttir og flýta byggingu tónlistarhúss. Þá efast ég ekki heldur um að þeim sem leyfa sér að státa sig af plöntunni á góðu stundunum mun líða betur næst. Það hefur nú aldrei farið vel í land- ann að teljast gamaldags og púkó í augum annarra. Af hverju þurfum við tónlist? Jónína Auður Hilmarsdóttir Kjaramál Í dag eru laun Sinfóníu- meðlima það lág, segir Jónína Auður Hilmars- dóttir, að nánast allir þurfa að stunda kennslu eða aðra vinnu að auki. Höfundur er víóluleikari, er við nám og störf í Berlín og lausráðin hjá SÍ. Mörkinni 3, sími 588 0640 G læ si le g hú sg ög n Sérpantanir Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.