Morgunblaðið - 10.05.2001, Side 68
UMRÆÐAN
68 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HIN hörmulegu slys
sem orðið hafa í um-
ferðinni á undanförn-
um árum og mánuðum
má að miklu leyti rekja
til þess vanda að öku-
menn virða ekki settar
umferðarreglur og
komast upp með það í
allt of miklum mæli, þó
að nokkurt átak hafi
verið gert til að sporna
við þessari ógnvæn-
legu þróun í umferð-
inni.
Því er ljóst að betur
þarf að gera með auk-
inni löggæslu og sam-
hliða þarf að herða viðurlög við þeim
brotum sem valda hvað mestum
slysum og hættu í umferðinni.
Í því sambandi má nefna sérstak-
lega ölvunar- og hraðakstur.
Samhliða þarf að stytta og ein-
falda vinnuferli þessara brota sem
og innheimtuferlið sem er afar flók-
ið og þarfnast því endurskoðunar
við sem vonandi verður gert í vænt-
anlegu frumvarpi til breytingar á
umferðarlögum.
Ljóst er að ef ökumenn komast
ekki upp með gróf brot
í umferðinni vegna öfl-
ugrar löggæslu og
hertra viðurlaga, þá
veigra þeir sér við að
bjóða samborgurum
sínum upp á slíkt fram-
ferði í umferðinni.
Einnig þarf að efla
fræðslu og forvarnar-
starf er varðar umferð-
armál ekki síður en í
öðrum forvörnum og
fylgja síðan málinu eft-
ir með markvissri
fræðslu þegar kemur
að bílprófsaldri.
Ég er þess fullviss
að megin þorri ungmenna er mót-
tækilegur varðandi frekari fræðslu
um umferðarmál sem og þann þátt
hversu mikil ábyrgð er lögð á herðar
þeim þegar þau öðlast bílpróf og fá
ökutæki í hendur.
Þessa þætti þarf að vera búið að
grunnvinna áður en kemur að æf-
inga- og ökukennslu svo sú kennsla
nýtist nemendum sem best.
Öll fræðsla verður að vera mark-
viss og sýna fram á það í reynd
hversu alvarleg slys geta hlotist af
kæruleysi og töffaraskap í umferð-
inni sem allt of mörg ungmenni
temja sér fyrstu ár ökuferils síns.
Árangur af slíkri fræðslu og
kennslu verður lítill nema að lög-
gæslan verði samhliða efld sem og
viðurlög hert fyrir gróf umferðar-
brot, eins og fyrr segir, því visst að-
hald verður jafnframt að vera til
staðar.
Hverjum ökumanni þarf að vera
ljóst að fari hann ekki eftir settum
reglum í umferðinni verður hann
fyrr eða síðar fyrir því að fá háar
sektir og jafnvel ökuleyfissviptingu
til lengri eða skemmri tíma.
Gera þarf eiganda hvers ökutækis
ábyrgari fyrir þeim ökumanni sem
hann lánar ökutæki sitt, t.d. með því
að hægt verði að gera fjárnám í því
ökutæki sem brot er framið á varð-
andi vissa brotaflokka verði sektin
ekki greidd innan tilskilins tíma.
Þetta myndi jafnframt skapa
meira aðhald gagnvart eigendum
ökutækja er varðar eigendaskipti og
margt fleira.
Herða þarf reglur um bráða-
birgðaökuskírteini, þannig að þeir
ökumenn sem gerast ítrekað brot-
legir á tímabilinu verði að fara í
strangt endurhæfingarnám og síðan
próf til að öðlast fullnaðarskírteini.
Nýta þarf í auknum mæli nýjustu
tækni til að sporna við brotum í um-
ferðinni, t.d. með myndavélum á
stofnbrautum gegn hraðakstri sem
og við brotum á akstri gegn rauðu
ljósi, stöðvunarskyldu og fleiri brot-
um.
Aukin fjárveiting sem sett yrði í
ofangreinda þætti og úrbætur sem
og til að bæta starfsumverfi lög-
reglumanna, því slíkt vinnst ekki
nema með mjög hæfum og reyndum
löggæslumönnum samhliða efldu
forvarnarstarfi, eru smáaurar mið-
að við það framlag sem á móti kæmi
til allra þjóðfélagsþegna þessa
lands.
Þar á ég við verulega fækkun
slysa í umferðinni, tjón á ökutækj-
um og eins myndi aukin löggæsla
draga úr afbrotum almennt á öðrum
sviðum.
Þá á eftir að nefna alla þá sorg og
þær þjáningar sem þessum slysum
fylgja og því miður grúfir yfir hjá
svo mörgum fjölskyldum og enginn
veit hver verður næstur fyrir
barðinu á þeim hörmungum sem
slíku fylgir haldi þessi þróun áfram.
Það hefur margsannað sig og sýnt
hvað aukin löggæsla hefur mikil
áhrif til betri vegar gagnvart öllu
hegðunarmynstri ökumanna og
hvað það skilar sér fljótt í fækkun
umferðarslysa og í tjónum.
Varðandi aukna umferðarlög-
gæslu væri hagkvæmast að efla lög-
gæsluna á Reykjavíkursvæðinu sem
jafnframt væri hægt að senda þess á
milli út á þjóðvegi landsins þegar
umferð eykst á vissum svæðum, þ.e.
til að efla og styrkja staðbundna
löggæslu sem fyrir er á viðkomandi
svæði.
Að sjálfsögðu verður löggæsla ut-
an Reykjavíkur að vera fyllilega í
stakk búin til að geta sinnt öflugri
löggæslu almennt, en það yrði þó
hagkvæmara að efla löggæsluna
þess á milli við aukna umferð og
fleiri þætti með löggæslumönnum
úr Reykjavík sem sinntu þess á milli
öflugu löggæslustarfi á höfuðborg-
arsvæðinu þegar umferð er þar
hvað mest og annað álag.
Þótt verið sé að gera úrbætur í
vega- og umferðarmannvirkjum,
t.d. með mislægum gatnamótum og
fleiru sem vonandi verður framhald
á, hefur það sýnt sig að umferðar-
hraðinn hefur tilhneigingu til að
aukast á vissum svæðum við þessar
annars þörfu úrbætur og því þarf
ekki síður en áður að vera þar með
öfluga löggæslu.
Vissulega draga þessar úrbætur
úr slysahættu, en þó má ekki loka
augunum fyrir ofangreindum stað-
reyndum eins og staðan er í dag.
Í því sambandi má nefna Reykja-
nesbrautina (Keflavíkurveginn).
Þótt brautin verði breikkuð í fjór-
ar akreinar sem er mjög þarft verk
verður slysahætta þar áfram til
staðar, því hálka og slæm aksturs-
skilyrði verða áfram á brautinni við
vissar aðstæður sem víðar og slysa-
hættan eykst eftir því sem hraðinn
verður meiri.
Við því verður að sporna og það
verður ekki gert nema með öflugri
löggæslu ef ekki á illa að fara.
Vonandi koma þeir tímar að allir
sem í umferðinni eru, jafnt konur
sem karlar, ungir sem aldnir, beri
gæfu til að virða hver annan betur
og fari að settum reglum og með því
hugarfari megi fækki slysum og
óhöppum í umferðinni.
Það getum við gert ef vilji er fyrir
hendi með samhentu átaki og hug-
arfarsbreytingu, því öll viljum við
koma heil heim.
Tekið skal fram að þessar skoð-
anir sem hér eru settar á blað eru
mínar persónulegu skoðanir er
varða þarfar úrbætur í umferðar-
málum og fleiru.
Öflug löggæsla –
aukið umferðaröryggi
Ómar G. Jónsson
Forvarnir
Fljótvirkasta leiðin til
að sporna við umferð-
arslysum er að mati
Ómars G. Jónssonar
að efla löggæslu og
fræðslu meðal ungra
ökumanna.
Höfundur er lögreglufulltrúi
í Reykjavík.
Símar 557 2000 og 557 7100
Skemmuvegi 36 Bleik gata
Kópavogi
Þakrennur
og rör
úr Plastisol-
vörðu stáli.
Heildarlausn á
þakrennuvörnum
í mörgum litum.
Geisladiskahulstur
aðeins 500 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is
Golfkúlur 3 stk. í pakka
aðeins 850 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is