Morgunblaðið - 10.05.2001, Síða 78

Morgunblaðið - 10.05.2001, Síða 78
78 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                               BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SUMIR eru miklir mannþekkjarar og geta á augabragði séð persónur manna út. Aðrir geta sjaldan eða aldrei metið persónu rétt við fyrstu kynni. Mannþekkjarar geta ekki annað en séð kosti eða galla fólks, rétt eins og aðrir geta ekki annað en séð stafsetningarvillur. Það er ein- hvern veginn í eðlinu. Hvað er það sem veldur því, að þegar nokkrar manneskjur hittast, þá metur engin þeirra hina eins? Ef allar okkar athafnir eru skila- boð, af hverju skilja ekki allir skilaboðin eins? Hvað er það sem hefur mest áhrif? Það skiptir miklu máli að vita hverjum þú getur treyst. Fyrir það fyrsta finnst okkur mikilvægt að geta varað börnin okkar við hinu illa. Nú er þægilegt að vitna í barna- efnið en þar er auðvelt að þekkja þessa vondu úr, þeir eru ljótir, með grimma og freka rödd og oft illa til fara. Þessir góðu eru fal- legir, sakleysislegir, með ljúfa og þægilega rödd og vel klæddir. Þarna er kennt að dæma eftir út- litinu. Eftir þessari forskrift eiga börn ekki í neinum vandræðum með að dæma rétt. Hlutirnir verða ekki flóknir fyrr en allt hefur snúist við og þessir fallegu með ljúfu og þægilegu röddina eru orðnir þessir vondu og hættulegu og öfugt. Við erum alla daga að velja eitt- hvað og taka ákvarðanir með líf okkar. Því miður er heimurinn þannig í dag, að maður þarf ekki að vera barn til að ruglast í rím- inu. Hvorn mundir þú velja? Tökum sem dæmi: Tveir menn eru að bjóða sig fram sem leiðtoga lífs þíns. Þú veist ekkert um bak- grunn þeirra en verður að velja á milli. Þú hefur ekki mátt vera að því að kynna þér þá nánar, þess vegna verðurðu að dæma eftir lýs- ingum sem aðrir gefa upp. Fyrri lýsingin er svona: „Hann var hvorki fagur né glæsilegur, að oss gæfi á að líta, né álitlegur, svo að oss fyndist til um hann. Hann var fyrirlitinn og menn forðuðust hann, harmkvælamaður og kunn- ugur þjáningum, líkur manni sem menn byrgja andlit sín fyrir og vér mátum hann einskis.“ Og, „Hann var hrjáður, en lítillætti sig og lauk eigi upp munni sínum.“ (Jes: 53. kafli). Hin lýsingin er þannig: „Þú varst ímynd innsiglishrings, fullur af speki og fullkominn af fegurð. Þú varst í Eden, aldingarði Guðs, þú varst þakinn alls konar dýrum steinum: karnól, tópas, jaspis, krýsolít, sjóam, onýx, safír, karbunkul, smaragð, og umgjörðir þínar og útflúr var gjört af gulli.“ (Esk. 28, 12/13). Hvílíkur munur á þessum lýs- ingum, sem eru umbúðir sálarinn- ar. Þær eru mismunandi þessar umbúðir sem við berum alla ævi, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Það eru þessar umbúðir sem eru dæmdar af öðrum og villa oft sýn í fyrstu. Í Biblíunni eru þessar umbúðir kallaðar musteri sálarinnar. Við vitum að það er innihaldið sem skiptir meira máli en útlitið. En samt, þegar við t.d. gefum gjöf, þá skiptir það flesta töluverðu máli að pakka fallega inn, að útlitið sé fallegt. Þekkirðu Krist? Þeir sem þekkja orðið, þekkja Krist og Lúsifer af þessum lýs- ingum. Ef þú þekkir ekki Krist, þá ertu í vanda ef þú þarft að velja snögglega á milli. Ef þú stæðir allt í einu á tíma- mótum í lífi þínu og yrðir að velja. Hvorn kýstu? Því miður eru mikl- ar líkur á að þú, og ótal margir aðrir, falli fyrir fegurðinni. Eink- um vegna þess að okkur finnst að allt guðdómlegt eigi að vera fallegt og gott. En þó lærðum við það einu sinni, sem vill gleymast, að Lúsifer var fallegasti engillinn á himnum. Hann var fullur af speki og fullkominn af fegurð. Fullur af speki segir okkur að hann þekkti og þekkir enn ritn- inguna vel. Með fegurð og speki er auðvelt að blekkja auðtrúa mann. Við þekkjum öll máltækið: Oft er flagð undir fögru skinni. Guð faðir hefur ekki viljað blekkja okkur með fegurð. Lýsingin á Kristi (í 53. kafla Jes), hann var hvorki fagur né glæsilegur, er ekki til að hrífa mann með sér. Lýsingin er ekki þannig að mað- ur sjái þarna leiðtoga lífsins. Sjálf- ur konungur alheimsins hefur litið út eins og almúginn var á þeim tíma, borðaði með þeim og átti svipaðan svefnstað. Það var engin silfurskeið í hans munni. Það sannaðist það sem Guð sá fyrir, Kristur var hæddur og smáður af mannkyninu, þrátt fyrir kenningarnar og kraftaverkin. Fólk var ekki blekkt með fegurð eða fagurgala og hann hafði sam- neyti við þá sem aðrir töldu glat- aða syndara. Þannig undirstrikaði hann að boðskapurinn var og er fyrir alla, háa og lága, ríka og fá- tæka. Allir hafa tækifæri til að þiggja náðargjöfina. Við mennirnir getum blekkt hver annan en Drottin almáttugan blekkjum við ekki. Ekki láta blekkja þig, veldu eftir innihaldi en ekki útliti og leyfðu trúnni á Jesú Krist að blómstra í hjarta þínu. Gerðu ekki þau mistök eins og svo margir gera á okkar tímum, þ.e. að telja að það sé nógur tími. Hugsaðu þér ekki að ætla að taka ákvörðun á síðustu stundu. Veistu hvað það kostar þig í raun og veru, ef þú tekur í flýti ranga ákvörðun? Þú ert svo óendanlega verðmæt manneskja í augum Drottins að hann var tilbúinn að deyja á Golgata fyrir þig. Veldu Krist strax í dag. BRYNDÍS SVAVARSDÓTTIR, Háhvammi 9, Hafnarfirði. Mannþekkjari Frá Bryndísi Svavarsdóttur:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.