Morgunblaðið - 10.05.2001, Síða 83

Morgunblaðið - 10.05.2001, Síða 83
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 83 NÝJAR VÖRUR VIKULEGA SPENNANDI HELGARTILBOÐ COWEY BOLUR KR. 1.990 MILO GALLABUXUR KR. 4.990 . . EASE BOLUR KR. 1.790 LAUGAVEGI 97 OG KRINGLUNNI MILO GALLAKJÓLL KR. 6.490 lenskir meðlimir félagsins unnu hörðum höndum að skreytingu vagnsins og uppskáru fyrir erf- iðið tvenn verðlaun að hátíð- arhöldum loknum. Verðlaunin voru annars vegar fyrir bestu blómaskreytinguna og hins vegar fyrir bestu alhliða útfærsluna. Áfram Íslendingar í Ameríku! AZALEA-hátíðin fór fram í bæn- um Norfolk í Bandaríkjunum. Ís- lensk-ameríska félagið þar í bæ tók þátt í skrúðgöngunni sem fylgir þessum degi eins og má sjá á eftirfarandi myndum. Dreginn var vagn sem minna átti á vík- ingaskip og að sjálfsögðu voru al- vöru víkingar þar innanborðs! Ís- 48. Azalea-hátíðin í Norfolk Víkingar í vesturheimi Íslendinga- skipið var voldugt eins og sjá má. Bræðurnir Andri og Krist- ján Jónssynir létu fara vel um sig í skipinu og eins gerði Tanja Þor- steinsdóttir. HVER hefði trúað því fyrir nokkr- um árum að vinsælasta hljómsveitin á Íslandi árið 2001 yrði þýska of- urrokksveitin Rammstein? Ekki nokkur maður. Það má segja að ég hafi verið í nokkuð góðri aðstöðu til að fylgjast með vexti hljómsveitarinnar hér á landi frá því að Jói í Japis (nú í 12 tónum) stökk á mig með fyrsta disk- inn þeirra, Herzeleid, fyrir u.þ.b. fimm árum síðan og sagði að ég yrði að hlusta á þetta. Ég stakk disknum í og fattaði strax af hverju Jóa var svona umhugað um að ég heyrði í þessari þýsku hljómsveit. Stíllinn minnti jú óneitanlega á þá hljóm- sveit sem ég hafði starfað með nokkrum árum áður og nefndist Ham. Skemmtileg tilviljun, hugsaði ég og keypti diskinn af Jóa. Því næst fór ég að spila hann í útvarpsþætt- inum Tvíhöfða á X-inu og allir þekkja framhaldið; Rammstein sló í gegn. Sehnsucht kom svo út haustið 1997 og var betri en sú fyrri og nú er komið að þeirri þriðju og að mínu mati bestu, Mutter. Hún sannar að Rammstein eru vaxandi tónlist- armenn en ekki bara snjallir popp- karlar sem hjakka í sama farinu. Ekki má þó skilja þetta þannig að um einhverja tónlistarlega kúvend- ingu sé að ræða. Yfirbragðið er svip- að og áður en tónsmíðarnar eru að mörgu leyti betri. Þær eru djúp- hugsaðri eins og við heyrum t.d. í „Sonne“ sem er að mínu mati besta lagasmíð hljómsveitarinnar frá upp- hafi. Mutter byrjar á „Mein herz brennt“ sem gefur tóninn fyrir það sem koma skal. Vel smíðað lag sem hefst á ljúfum strengjahljómum en breytist síðan í þungt og kraftmikið rokklag. Því næst heyrum við „Links 234“, sem nýlega var gefið út á smáskífu. Þar heyrum við að Rammstein hefur ekki gleymt ein- faldleikanum þrátt fyrir flóknari hugsun í öðrum lögum. Snilld- arverkið „Sonne“ kemur þar á eftir með öllum sínum þunga. Af- spyrnugóð smíð, eins og áður sagði, margslunginn stígandi í einfaldri yf- irbyggingu. „Ich will“ er gott popp- lag og í kjölfarið siglir kraftmikið keyrslurokk, „Feuer frei“ sem að mínu mati gæti sómt sér vel á næstu smáskífu sem og næsta lag á eftir, titillagið „Mutter“. Strákarnir í Rammstein hafa haft fyrir sið að bjóða upp á eina ballöðu á plötum sínum og þarna tekst þeim best upp að mínu mati. Næst kemur lag sem heitir „Spieluhr“ og þar verð ég því miður að segja að þeim þýsku fatist flugið. Tvímælalaust lélegasta lag plötunnar en sem betur fer það eina sem ekki er gott. Risið hefst síðan aftur í „Zwitter“ og upp í nýjar hæð- ir í „Rein Raus“. Verkinu líkur svo á hinum ágætu „Adios“ og „Nebel“. Meðlimir Rammstein virðast vera skemmtilega á skjön við aðra popp- tónlistarmenn og má kannski finna skýringuna í bakgrunni þeirra en þeir eru allir aldir upp austan megin við þýska járntjaldið fyrrverandi. Þeir hafa tekið annan pól í hæðina en landar þeirra í vestri og hafa kannski annað gildismat. Þeir eru fókuseraðir og vandvirkir en halda sér samt í stöðugri þróun án þess þó að svíkja aðdáendur sína. Þeir hafa sitt persónulega „sánd“ þó svo að greina megi áhrif héðan og þaðan. Þeir hafa sjálfir viðurkennt að vera undir áhrifum frá t.d. slóvensku hljómsveitinni Laibach og þar held ég nú að Ham-samlíkingin eigi upp- runa sinn. Við vorum nefnilega líka undir áhrifum frá þeirri ágætu sveit. Rammstein náði hins vegar því sem hvorki Ham né Laibach náðu á með- an þær lifðu; að selja plötur. ERLENDAR P L Ö T U R Sigurjón Kjartansson Tvíhöfði, fyrrverandi Ham- liði og Rammstein-trúboði skrifar um Mutter, þriðju hljóðversskífu þýsku Rammstein.  Rammstein leggur á ráðin.Þýsk gæðavara
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.