Réttur


Réttur - 01.02.1925, Page 9

Réttur - 01.02.1925, Page 9
Rjetiur 11 Sambandi ráðstjórnarlýðveldanna. Samningur þessi myndi valda því, að Samband ráðstjórnarlýðveldanna ætti altaf ófriðarvon úr Þýskalandi og Þýskaland yrði um leið hern- aðarbakhjarlur allra árása á Rússland.« Þannig lítur enski verkalýðurinn nú þegar á þetta mál. Svo mun víðar verða með verkalýðinn, er hann fer að kryfja mál þetta til mergjar. Verklýðssamböndin í Elsass hafa þegar mótmælt því, að þannig sje gengið fram hjá sjálfsákvörðunarrjetti íbúanna, en enn sem komið er, liafa eigi borist nógu greinilegar frjettir frá verkalýðnum ann- arsstaðar. Þegar öllu er á botninn hvolft, mun því verða harla lítið úr vonum þeim, er friðþreyjandi þjóðir Norðurálf- unnar hafa gert sjer uni samning þennan. Það er vert að minnast þess vel, að eigi eru samherjar höfðingjanna, er Versalafriðinn sömdu, óvanir starfi því, að »húostrýkja með friðarpálmanum«, og enn sem komið er hefir engin stjórn í Evrópu skapað varanlegan frið með samningum sínum einum saman. Enda hefir það eigi verið tilgang- ur »friðar«-samninganna, heldur hitt, að fá vald og »rjett« sigurvegarans rækilega viðurkent, helst utn alla eilífð — og það er nú og unnið með Locarno-samningunum. Þessir Locarno-samningar eru þó eigi hættulegir, eins og þeir birtast sjónum manna. Hættuleg er hins vegar blekking sú, er menn gera sjer um þá og veldur því, að auðtrúa og velviljaðir menn »f!jóta sofandi að feigðarósi« nýrra styrjalda. Og geigvænlegar eru afleiðingar þær, sem þeir geta haft áður varir, og eiga eftir útreikningi valdhafanna í Vestur-Evrópu að koma þjóðunum að óvör- um. Þess vegna er sannleikurinn sá, að með samning- um þessum er friði Evrópu teflt í ægilegri voða en nokkru sinni fyr, því ægilegri, sem sú styrjaldarhætta, er yfir vofir, dylst undir friðargrímunni og ófriðarblikan er hulin skýjum þeim og rykmökkum, er stórblöð heims- ins þyrla upp út af þessu bruggi stórveldanna. Með samningum þessum gerir auðvald Vestur-Evrópu,

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.